Hér býr umskiptingur

10 að passa Þór á meðan þau eru í burtu. Þór situr úti í glugga og veifar til okkar. Hann er bara fjögurra ára og ætti ekki að príla uppi í gluggakistunni. Þór ræður bara ekki alltaf við orkuna í sér. „Sjáumst við á morgun?“ spyr Marius. „Já, við verðum að vinna hópverkefnið,“ segi ég. „Ég kem með bækurnar. Engar áhyggjur. Við rúllum þessu upp.“ Marius kveður með bros á vör en ég er ekki jafn bjartsýn og hann. Ég veit samt að með góðri hjálp Mariusar get ég gert flest. Meira að segja hrút-leiðinleg hópverkefni um íslenskar þjóðsögur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=