Hér býr umskiptingur

8 „Komdu, Marius. Tíminn er löngu búinn,“ segi ég óþolinmóð. Ég bíð á meðan hann gengur frá eftir sig og raðar bókum og blöðum í snyrtilegan stafla. Í skólatösku Mariusar eru engin úldin epli eða blautir vettlingar. Þar er allt snyrtilega flokkað, strokið og fínt. Bækur Mariusar hafa ekki eina einustu krumpu. Samt hefur hann lesið þær allar, spjaldanna á milli. Ég skil ekki hvernig hann hefur tíma til að hafa allt í röð og reglu. Herbergið hans er eins og bókasafn og það er ekki einu sinni ryk í hillunum. Mamma setti bókahillu í herbergið mitt fyrir nokkrum árum. Þangað fara bækurnar sem ég fæ í jólagjöf. Hillan og bækurnar eru gráar af ryki enda les ég frekar lítið. Reyndar vildi ég oft óska að ég hefði gaman af því að lesa. Stundum langar mig að lesa vinsælu jólabækurnar. Ég verð bara svo ringluð. Stafirnir dansa á síðunni og ég skil ekki löngu orðin. Stundum held ég að rithöfundar noti löng orð bara til að fylla upp í fleiri blaðsíður. Ætli þeir fái borgað fyrir hverja blaðsíðu? hugsa ég með mér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=