Hér býr umskiptingur

7 VIÐ RÚLLUM ÞESSU UPP „Enn eitt verkefnið. Ég nenni þessu engan veginn,“ dæsi ég þreytt. Ég loka bókinni og treð henni ofan í skólatösku. Taskan er full af nestisboxum og krumpuðum verkefnum. „Hugsaðu jákvætt, Marta, það er léttara.“ Marius brosir þegar hann sleppir orðinu. Ég þoli ekki hvað hann er alltaf jákvæður. Það getur ekki verið heilbrigt að brosa svona mikið. Munnvikin teygja sig hátt upp undir augu. Einn daginn hlýtur andlit Mariusar að festast í risastóru jóker-brosi. „Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni, Marta. Við megum meira að segja velja okkur þjóðsögu! Ég á sko íslenskar þjóðsögur í sex bindum!“ Ég ranghvolfi augunum ósjálfrátt. Gat skeð að Marius væri sérfræðingur í þjóðsögum, eins og flestu öðru. Það eina sem hann er lélegur í er að vera snöggur út eftir skóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=