Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 88 VÉLSAUMUR BLAÐAGRIND Efnisþörf: * þykkt bómullarefni 43 x 100 cm * fóður; þynnra bómullarefni 43 x 100 cm * viðarplata * trésköft 2 stk. (lengd 38 cm, þvermál 20 mm) * trédílar 4 stk. (10 x 50 mm) * skrúfur 16 stk. (3,5 x 50 mm) * lím 1. Klipptu þykka efnið og fóðurefnið. 2. Merktu fyrir miðju á styttri hlið fóðurefnisins. 3. Nældu stykkin saman með réttu á móti réttu. 4. Saumaðu lengri hliðarnar saman með beinsaumi. Skildu eftir OP til að snúa við á miðri lengri hliðinni. Bakkaðu í byrjun og enda saums. 5. Leggðu merkin á miðju beggja efna saman. Teiknaðu á báða styttri endana op fyrir handfang eftir sniði. 6. Klipptu eftir bogadregnu línunni beggja vegna. 7. Nældu stykkin saman og saumaðu þau saman með beinsaumi saumfótarbreidd frá brún. Bakkaðu í byrjun og enda saums. 8. Klipptu eftir bogadregna saumnum um 1 cm frá. Gættu þess að klippa ekki í sauminn! 9. Snúðu stykkinu yfir á réttu. Bleyttu saumana með úðabrúsa. Jafnaðu brúnirnar og straujaðu. 10. Stingdu með beinsaumi meðfram hliðum og bogadregnu brúnunum. 11. Snyrtu stuttu brúnirnar og víxlsaumaðu þær. 12. Brjóttu 3 cm fald á stuttu hliðarnar. Nældu og saumaðu með beinsaumi við hliðina á víxsaumnum. Bakkaðu í byrjun og enda saums. 13. Stingdu trésköftunum í gegnum faldinn sitt hvorum megin við hölduopið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=