Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 87 VÉLSAUMUR AÐ FÓÐRA JAKKA RA 7. Leggðu jakkann og fóðrið saman á borð með réttu á móti réttu. Þannig snýst ekki óvart uppá jakka og fóður. Nældu og saumaðu ermaopin saman. Ef að það eru stroff framan á ermum þá er annar hluti stroffsins saumaður við jakkann en hinn við fóðrið. JAKKI FÓÐUR OP TIL AÐ SNÚA VIÐ RA RA 8. Taktu jakkann og fóðrið í sundur. Jakkinn og fóðrið mynda hring. Jakkinn og fóðrið líta út fyrir að snúa hvort á móti öðru og takast í hendur. Nældu hliðarsaumana. Byrjaðu að næla frá handvegi. Saumaðu hliðarsaumana, byrjaðu neðst á jakka og saumaðu í einum saumi alla leið meðfram ermum og endaðu neðst á fóðri. Skildu eftir um 40 cm op á annarri fóðurermi, svo hægt sé að snúa jakkanum við. 9. Nældu kraga eða hettu við hálsmálið á milli jakka og fóðurs. Efra byrði á kraganum snýr að fóðrinu eða ytra byrði á hettunni snýr að jakkanum. Byrjaðu að næla saman frá miðju að aftan og nældu um leið barmfóðrið og framhlið jakkans saman. Saumaðu framhlið - hálsmál – framhlið á jakkanum. 10. Nældu saman faldinn á jakkanum og fóðrinu. Ef það á að vera stroff neðst á jakkanum, klipptu stroffefnislengju og saumaðu við jakkan eins og í hálsmáli. Saumaðu faldinn og snyrtu saumför á öllum hornum. 11. Snúðu jakkanum við og ýttu út hornum. 12. Stingdu brúnirnar á framhliðum og kraga með saumfótarbreiðu saumfari og faldinn með 2 cm saumfari. 13. Saumaðu hnappagöt og festu tölur. 14. Brjóttu brúnir opsins á fóðurerminni inn á röngu og saumaðu saman nálægt brún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=