Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 63 Til að sauma púðaver eða koddaver þarftu efni í tveimur mismunandi litum. Þú getur skreytt miðbútinn með tauþrykki, vattstungu, ásaumi eða útsaumi. Efnisþörf: Litur 1: Miðbútur A 36 cm x 46 cm Litur 2: Hliðarbútar B og C auk baks D 52 cm x 140 cm Að sníða: Það er gert ráð fyrir 1 cm saumförum á öllum bútum. Klipptu efnisbútana eftir fyrirmælum. Það er í lagi að nýta jaðrana. Í miðjunni verður afgangsbútur. VÉLSAUMUR PÚÐAVER/KODDAVER B A D C C AFGANGS- BÚTUR JAÐAR JAÐAR Aðferð: 1. Skreyttu miðbútinn áður en hliðarnar eru saumaðar við. 2. Nældu og saumaðu hliðarnar (C) við miðbútinn (A). Víxlsaumaðu saumförin og straujaðu í átt að ytri brún. RÉ RA A C RA RÉ JAÐAR A B C C Hliðarbútar: 1 stk. B = 52 cm x 30 cm (við jaðar efnisins) 2 stk. C = 10 cm x 46 cm Bakstykki: 1 stk. D = 52 cm x 69 cm (við jaðar) 3. Leggðu hliðarbútinn B yfir eina hlið miðbútsins (A + C + C), ekki nota jaðar. Nældu og saumaðu stykkin saman. Víxlsaumaðu saumförin og straujaðu þau í átt að ytri hliðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=