Handbók í textíl - viðbótarverkefni og námsmat

HANDBÓK Í TEXTÍLMENNT | KENNSLULEIÐBEININGAR | © MENNTAMÁLASTOFNUN 2023 | 40314 26 PRJÓN Efri hluti belgs (greip) Lengd efri hluta belgs er frá þumalopi fram yfir litla fingur er ______ cm (= ______ umf). Vettlingurinn verður nógu langur ef prjónað er upp fyrir litla fingur. Val á oddaúrtöku _________________________. Þumall 1. Rektu garnspottann varlega úr opinu fyrir þumalinn. Fyrir ofan þumalopið eru lykkjurnar einni færri en fyrir neðan opið. 2. Settu lykkjurnar á þrjá prjóna: Lykkjurnar fyrir neðan þumalop allar á einn prjón og lykkjurnar fyrir ofan þumalop deilast á tvo prjóna. 3. Prjónaðu lykkjur fyrir neðan þumalopið = I. prjónn. Notaðu garnið og næsta prjón til prjóna upp 2–3 lykkjur í vikinu á milli neðri og efri hluta þumals. Þá kemur ekki gat í þumalvikinu. Prjónaðu lykkjur á II. prjóni. 4. Prjónaðu lykkjur á III. prjóni. Prjónaðu upp með sama prjóni 2–3 lykkjur í vikinu eins og áður. 5. Hæfilegur fjöldi lykkja á þumli er um 1 1/2 sinnum lykkjufjöldi á einum prjóni á belg vettlingsins. Lykkjufjöldi í þumli er _______ lykkjur. Takið úr umframlykkjur í þumli í lok II. prjóns og byrjun III. prjóns í næstu umferðum. 6. Þegar lykkjufjöldinn er hæfilegur, jafnið þá lykkjunum á þrjá prjóna. Lengd þumalsins er hæfileg þegar að prjónað hefur verið upp að miðri nögl á þumli. Lengd þumals frá þumalopi að byrjun úrtöku á þumaltotu er ______ cm. 7. Prjónaðu oddaúrtöku með því að prjóna síðustu tvær lykkjur á hverjum prjóni slétt saman, þar til tvær lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. Klippið á garnið hæfilega langt frá, þræðið með oddlausri nál í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Herðið að og gangið frá endanum á röngunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=