Halló heimur 1

88 Þjóðtrú Í gamla daga var ekkert rafmagn á Íslandi. Þá var oft mikið myrkur. Ljósin frá lifandi eldi flöktu til og frá. Þá fór ímyndunaraflið á kreik. Klettadrangar gátu litið út eins og tröll í þokunni. Stór björg gátu litið út eins og bústaðir álfa. Við sjóinn heyrðust undarleg hljóð sem gátu komið frá ógurlegum kynjaskepnum. Í baðstofunni vann fólk og sagði hvert öðru sögur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=