Halló heimur 1

41 1. Hvað er meðganga löng? 2. Af hverju ert þú með nafla? 3. Hverjir eru einkastaðirnir? NÝ ORÐ • einkastaður • hylja • snerta Einkastaðirnir Öll börn fæðast næstum því eins. Sum okkar eru með typpi og önnur eru með píku en öll höfum við rass og geirvörtur. Þetta eru einkastaðir . Flest viljum við hylja þá með nærfötum og sundfötum. Munnurinn er líka einkastaður. Öll börn ráða sjálf yfir einkastöðum sínum. Ekki má snerta einkastaði annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=