Halló heimur 1

varkárni : að fara varlega, gæta sín. vatnsdropi : samloðandi ögn af vatni. vaxa : stækka, verða stærra. veðurspá : spá um það hvernig veðrið verði næstu dagana. veðurtákn : tákn sem eru notuð í veðurspám til að lýsa veðri. vernda : passa upp á, hlífa. verpa : þegar fuglar losar egg úr líkamanum. vetrarbúningur : feldur og fjaðrir sumra dýra skipta um lit á veturna. vetrardvali : þegar dýr fer í hýði og hvílist yfir vetrartímann. viðbragðsaðili : þeir sem koma og aðstoða þegar slys eða óhapp verður. villt dýr : dýr sem lifa frjáls í náttúrunni. virða : að bera virðingu fyrir og fara eftir. virðing : gott álit sem maður sýnir öðrum eða ávinnur sér. vistspor : mælikvarði á neyslu, úrgang og mengun sem af þessu stafar. vættur : yfirnáttúruleg vera sem er ýmist góð eða vond. vöðvi : vefur í líkama sem er sérstaklega gerður til að hreyfa líkamann. þörf : að þurfa eitthvað, t.d. félagsskap, skjól, fæðu eða lyf. þjóðsaga : gömul saga sem gengur manna á milli. þríhöfða : að vera með þrjú höfuð á einum búk. þroskast : vaxa að fullu, verða fullgert eða tilbúið. örnefni : heiti eða sérnöfn ákveðinna staða, t.d. fjalla, fossa og dala. V Þ Ö 128 Hugtök

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=