Halló heimur 1

skjól : vörn gegn kulda og veðri. skynfæri : líffæri sem gerir okkur kleift að skynja umhverfi okkar. smala : að safna saman eða reka búfé úr sumarhögum. smádýr : lítil dýr á landi, í vötnum og sjó. smáfugl : lítill fugl, oft notað um spörfugla (nema hrafninn). snerta : koma við. sólarhringur : 24 klukkutímar frá miðnætti til miðnættis. sólkerfi : sól, reikistjörnur og tunglin sem þeim fylgja. sólúr : teinn í miðri hringlaga skífu og varpar skugga sem færist eftir stöðu sólar. spegilmynd : mynd sem sést í spegli. speni : hluti af júgrinu þar sem mjólkin kemur út. stirt : eiga erfitt með hreyfingar. stía : afmarkað hólf þar sem dýr búa. stjúpsystkini : börn sem alast upp saman sem systkini en eiga ekki sömu foreldra. stórvaxið : að vera stórt. sundrandi : smá lífvera sem breytir leifum af plöntum og dýrum í jarðveg. svifdýr : afar smá dýr sem svífa mörg saman um í sjónum. sýklar : örverur sem valda sjúkdómum. sættast : að ná sáttum vegna vandamáls. tannskemmd : skemmd eða hola í tönn. tillitssemi : að taka tillit til annarra. trúarbrögð : trú á tiltekinn guð eða guði. umferðarmannvirki : byggingar og hlutir sem tengjast umferðinni. umheimur : veröldin umhverfis okkur. umhverfi : það sem er umhverfis og í nágrenni við okkur. umhyggja : að hugsa vel um aðra, fólk eða dýr. umlykja : að liggja utan um. ummerki : spor, þegar merki um umgang sjást. undirgöng : gangvegur t.d. undir umferðargötu. uppskera : matjurtir sem búið er að taka upp úr görðum. urða : að grafa sorp í jörðu. úthvíld : að hafa hvílt sig nóg. útlit : hvernig eitthvað lítur út. T U Ú 127

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=