Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 7 1 Fromkin & Rodman 1998:14–16. 1.4 Hljóðfræði Hljóðfræði snýst meðal annars um flokkun málhljóða og getur til dæmis verið afar gagnleg þegar fjallað er um framburð og framsögn. Til að læra um staðbundinn framburð, svo dæmi sé tekið, er nauðsynlegt að kunna nokkur undirstöðuatriði í hljóðfræði. Staðbundinn framburður er það kallað þegar málnotendur bera orð fram á mismunandi hátt eftir því hvar á landinu þeir eru aldir upp. Í flestum tilvikum er ógerlegt að lýsa þessum framburðareinkennum með því að tala um bókstafi eða orð. Tungumálið er miklu flóknara en það. Svo að hægt sé að gera grein fyrir hinum ýmsu tilbrigðum tungunnar verðum við að kljúfa hvern bókstaf niður í smærri einingar. Þessar einingar köllum við málhljóð. Um þau fjallar hljóðfræðin. 1.5 Setningafræði Setningafræðin hefur meðal annars það hlutverk að lýsa gerð setninga og gera grein fyrir og skýra röð og tengsl hinna ýmsu liða innan þeirra. Orðin raðast saman í setningar og setningarnar í málsgreinar. Setningafræði er gagnleg þegar fjallað er um stíl enda skarast setningafræðin við stílfræðina. 1.6 Stílfræði Í stílfræðinni er venjulega fengist við ritaðan texta. Þar reynir á það hvort við erum sæmilega heima í þeim hugtökum sem við höfum tileinkað okkur, t.d. í setningafræðinni, enda skarast þessar tvær greinar mjög eins og áður kom fram. Til að fjalla um stíl notum við auk þess hugtök eins og hlutlægur/huglægur, skýr/óskýr, gagnorður/fáorður/margorður, flatur/myndauðugur o.fl. Þar fjöllum við um sjónarhorn höfundarins, tíma, umhverfi og persónulýsingar og þá má kannski segja að umræðan sé farin að fjarlægjast nokkuð það sem lagt var upp með, sem var málfræði. En allt tengist þetta saman því að stíllinn samanstendur af orðunum og túlkar merkingu þeirra og orðmyndunin og orðavalið hefur hvort tveggja vissulega sín áhrif á stílinn. Beyging orðanna getur líka haft áhrif á stílinn, hljóðfræðin gægist þar inn, t.d. í formi mismunandi framburðar eftir landshlutum, sem vel gæti haft áhrif á stílinn, og lykill að umræðunni um stílinn liggur í hugtökum setningafræðinnar. 2. Málfræði – lýsandi málfræði – forskriftarmálfræði Sérhvert tungumál á sér sitt málkerfi og fjölda flókinna reglna sem stýra því. Í heild myndar þetta málfræði viðkomandi máls. Þessa málfræði kunna þeir sem eiga viðkomandi mál að móðurmáli, og í mörgum tilfellum fjölmargir aðrir sem lært hafa málið sem annað mál. Málfræði allra helstu tungumála heimsins hefur verið lýst og um þau fjallað í ótölulegum fjölda málfræðibóka. En veljamámismunandi sjónarhorn til að lýsa málfræði eða málkerfi tungumála. Tvö algengustu sjónarhornin eru annars vegar það sem kallað er lýsandi málfræði (e. descriptive grammars) og hins vegar svokölluð forskriftarmálfræði (e. prescriptive grammars).¹ Ef við skoðum tungumál okkar hlutlaust, athugum einingar þess hverja fyrir sig og skoðum reglurnar sem skapast hafa um notkun þess eru við að fást við lýsandi málfræði. Málfræðibók, sem væri samin samkvæmt þessu sjónarmiði, myndi lýsa fyrir okkur sem best, og á sem hlutlausastan hátt, hvernig málnotendur tala í raun og veru, en ekki veita okkur leiðbeiningar t.d. um hvað teldist vera rétt eða gott mál. Hér á landi hafa málfræðibækur af þessu tagi helst verið samdar sem fræðibækur eða kennslubækur handa háskólanemum. Forskriftarmálfræði gefur hins vegar dálítið einfaldaðri mynd af málkerfinu, þar sem reynt hefur verið að velja það sem er reglulegast eða elst eða það sem af öðrum ástæðum er talið heppilegt að nota, og málnotendur hvattir til að fara eftir þessu kerfi – með öðrum orðum: reglurnar eru látnar ráða því að nokkru leyti hvernig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=