Gullvör - Kennsluleiðbeiningar

Gullvör | Verkefnalausnir | 8672 | © Menntamálastofnun 2022 6 Síðari hluti Ýmsar hliðar málfræðinnar 1. Hvað er átt við þegar talað er um málfræði? Ekki er óalgengt að málfræðinni sé skipt niður í eftirtalda flokka: 1.1 Merkingarfræði Í merkingarfræði er m.a. leitast við að gera grein fyrir ýmsum þáttum í merkingu máls og merkingarbreytingum í samræmi við venjur málsamfélagsins á hverjum tíma. Verksvið merkingarfræðinnar tengist náið næsta þætti málfræðinnar sem er orðmyndunarfræðin. Helstu hugtök, sem koma við sögu í merkingarfræði, eru málshættir, orðtök, hlutstæð og óhlutstæð orð, huglægur og hlutlægur texti, tilfinningaorð, víðtæk og sértæk orð, samheiti, andheiti, erfðaorð, nýyrði og tökuorð. 1.2 Orðmyndunarfræði Hér er meðal annars fengist við nýyrðasmíð, tökuorð og aðlögun þeirra að málinu, slangur og tilurð þess og áhrif á tungumálið, og annað sem við kemur breytingum á orðaforðanum. Þá fjallar orðmyndunarfræðin einnig um sögu orðanna og þá þróun sem hefur átt sér stað í málinu; orð hafa fallið brott eða fengið nýja merkingu, önnur hafa breyst í tímans rás, og veldur það því að orðaforði nútímamáls er allmjög frábrugðinn því sem hann var við upphaf Íslands byggðar. 1.3 Beygingarfræði Í beygingarfræðinni er einkum fjallað um beygingarkerfi íslenskrar tungu. Íslenska er beygingamál og beygingakerfið er eitt af helstu einkennum hennar. Við sem tölum íslensku erum stolt af þessu beygingakerfi og við erum staðráðin í að viðhalda því óbreyttu eftir því sem mögulegt er. Beygingarkerfið nær einkum til fallorða og sagnorða. Helstu beygingarformdeildir (beygingarþættir) eru: kyn, tala, fall – þessar formdeildir eru sameiginlegar öllum fallorðum ákveðni – formdeild sem tilheyrir nafnorðum og lýsingarorðum stig – tilheyrir lýsingarorðum (og einstaka atviksorðum) persóna, tala, háttur, tíð – þessar formdeildir tilheyra sagnorðum Auk formdeildanna (sem hér voru feitletraðar) er venja að greina ýmis fleiri atriði við fallorð og sagnorð. Þar má nefna stöðu lýsingarorða og myndir sagna sem hvorugt telst þó til beygingarformdeilda. Aðrir orðflokkar, sem oft kallast einu nafni óbeygjanleg orð (atviksorð, samtengingar, forsetningar, nafnháttarmerki, upphrópanir), hafa ekki neinar slíkar formdeildir fyrir utan það að sum atviksorð stigbreytast líkt og lýsingarorð. Hér á eftir (sjá 4) verður fjallað nánar um beygingarfræði og þá hyggjum við sérstaklega að þessum formdeildum og öðrum svokölluðum greiningaratriðum orða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=