Fagráð eineltismála

Lög og reglur Fagráðið starfar á ábyrgðmennta- ogmenningarmálaráðuneytis en umsýsla þess er hjá Menntamálastofnun. Fagráðið starfar á grundvelli 4. mgr. 30. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 6. mgr. 33. gr. b. laga nr. 92/2008 u m framhaldsskóla, með síðari breytingum. Hlutverk þess hefur verið nánar útfært í reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skóla­ samfélagsins í grunnskólum og ákvæði í reglugerð nr. 326/2016 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum. Fagráðið vinnur skv. verklagsreglum nr. 30/2019 um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum til þriggja ára í senn. Það er skipað þremur aðalmönnum og þremur varamönnum sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við forvarnir gegn einelti og við úrlausn samskiptavanda og eineltis í skólum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=