Fagráð eineltismála

Hlutverk fagráðs eineltismála Hverjir geta leitað til fagráðs? Fagráð eineltismála hefur tvíþættu hlutverki að gegna. Í fyrsta lagi er fag­ ráðið stuðningsaðili við skólasamfélagið, sem meðal annars getur falist í almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Í öðru lagi er hægt að vísa eineltismálum til fagráðsins ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn á eineltismálum innan skóla eða sveitarfélags eða vegna meints aðgerðaleysis sömu aðila. Skal þá fagráðið veita ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast í tilteknu máli. Til fagráðs eineltismála geta leitað nemendur, foreldrar/forráðamenn, starfsfólk skóla og aðrir sem starfa með börnum í starfi sem hefur stoð í grunnskólalögum (starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla óháð rekstrarformi, félags- og tómstundastarf sem fram fer sem hluti af starfsemi grunnskóla, starfsemi skólabúða þar sem nemendur dvelja um stundarsakir og vettvangsferðir og skólaferðalög á vegum skólans eða foreldra og allrar annarrar starfsemi á vegum grunnskóla). Fagrádid vinnur ávallt út frá hagsmunum peirra barna sem um rædir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=