Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 79 Fikt á vímuefnum á hins vegar við um einstaka og skammtíma notkun vímuefna. Fikt getur þó leitt til reglulegrar notkunar sem er endurtekin og langvarandi notkun vímuefna. Regluleg notkun getur svo leitt til misnotkunar vímuefna eða fíknar. Misnotkun vímuefna er talið vera viðvarandi og skaðleg notkun vímuefna. Skaðinn er þá bæði andlegur og líkamlegur ásamt því að hafa áhrif á félagsleg tengsl. VÍMUEFNAVANDI Vímuefnavandi getur verið allskonar, þar sem hegðun, notkun/misnotkun efna og vandi fólks er margskonar. Ein leið til að horfa á vímuefnanotkun og þá vímuefnavanda er að líta á það sem róf. Rófið er frá því að nota efni og það veitir okkur einhvern ávinning (dæmi lyfseðilskyld lyf sem fengin eru og notuð samkvæmt læknisráði) og alla leið á hinn endann þar sem notkun er orðin að krónískri ávanabindingu og vímuefnavandi gerir vart við sig. Þetta róf er ekki greiningartæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að ákvarða hvort vímuefnanotkun sé vandamál eða ekki, enda er áhætta á hverjum stað á rófinu. Rófið getur hins vegar reynst vel til að skilja hver staðan er hjá viðkomandi og þar með auknar líkur á því að geta veitt viðkomandi viðeigandi aðstoð til að stuðla að heilbrigði og draga úr áhættu eða skaða. FRÁHVÖRF Ef einstaklingur er háður vímuefnum má búast við fráhvörfum þegar hætt er notkun. Til dæmis geta fráhvarfseinkenni verið krampi, sljóleiki, þunglyndi, ótti og hjá sumum eru auknar líkur á sjálfsvígstilraunum. Einnig eirðarleysi, hraður púls, hækkaður blóðþrýstingur, skjálfti, sviti, kuldi, hitatilfinning, skapsveiflur, niðurgangur, svefntruflanir, kláði og kvíði. LÍTIL ÁHÆTTUNOTKUN MIKIL HÆTTA / SKAÐLEG NOTKUN KRÓNÍSK ÁVANABINDING / VÍMUEFNAVANDI NOTKUN MEÐ ÁVINNING Vímuefnanotkun sem hefur lítil heilsu- eða félagsleg áhrif. Notkun efna sem hefur jákvæð heilsufarsleg, félagsleg eða andleg áhrif (s.s. að nota lyf skv. læknisráði). Vímuefnanotkun sem er byrjuð að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir mann sjálfan, vini, fjölskyldu eða samfélag (t.d. akstur undir áhrifum vímuefna). Mikil áhættunotkun sem verður vanabundinn og áráttukennd þrátt fyrir neikvæð áhrif. Heilabygging þeirra breytist sem eiga við vímuefnavanda að etja og þá getur einstaklingur verið kominn á þann stað að þurfa að neyta vímuefna til að líða eðlilega og til að forðast fráhvarfseinkenni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=