Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 78 Annað sem er mikilvægt, til að stuðla að ábyrgri lyfjanotkun er að við: Fylgjum leiðbeiningum um notkun lyfja. Sumum leiðbeiningum er mjög mikilvægt að fylgja. Leiðbeiningar um notkun lyfseðilsskyldra lyfja eru veittar til að tryggja öryggi okkar. ÍTAREFNI FÍKN OG VÍMUEFNAVANDI Fíkn getur verið allskonar, til dæmis vímuefnafíkn, matarfíkn, áfengisfíkn, spilafíkn og fleira. Fíkn eða ávanabinding getur bæði varðað efni og hegðun eða atferli. Hegðun getur verið til dæmis fjárhættuspil, kynlíf eða tölvunotkun. Efni getur verið til dæmis, koffín, nikótín eða áfengi. Talað er um vandamál þegar hegðun eða atferli og/eða notkun áfengis, vímuefna og/eða lyfjanotkun er óviðeigandi og/eða ofnotað. Það getur til dæmis verið endurtekin notkun efna til að upplifa vímu, fást við streitu, og/eða til að breyta eða forðast aðstæður sínar. Óviðeigandi notkun, sem er þá misnotkun getur líka einkennst af því að nota lyfseðilskyld lyf á annan hátt en læknir mælir með. Algengast er að fíkn tengist fjárhættuspilum og vímuefnum – bæði ólöglegum og löglegum (áfengi og nikótín). Það er þó hægt að vera háður og sýna einkenni fíknar við nánast hverju sem er, til dæmis skjáfíkn, matarfíkn, vinnufíkn og svo framvegis. Hægt er að meðhöndla og fá hjálp vegna fíknar, hver sem hún er. VÍMUEFNAFÍKN Embætti Landlæknis skilgreinir að einstaklingur sé háður áfengi eða öðrum vímuefnum ef viðkomandi uppfyllir þrjú eða fleiri af viðmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um fíkn. Viðmiðin eru: • Fíkn (þrálát löngun til að nota vímuefni) • Stjórnleysi • Líkamleg fráhvarfseinkenni • Þolmyndun • Minni áhugi á öðru eða eyðir miklum tíma í að verða sér út um áfengi eða önnur vímuefni • Áframhald notkunar vímuefna þrátt fyrir skaðleg áhrif STUÐLUM AÐ ÁBYRGRI LYFJANOTKUN OG VERUM GÓÐAR FYRIRMYNDIR MEÐ ÞVÍ AÐ HVETJA FJÖLSKYLDU OG VINI AÐ GERA SLÍKT HIÐ SAMA!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=