Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 80 ÍTAREFNI VÍMUEFNI Á Vesturlöndum hefur notkun áfengis löngum verið talin í lagi og lögleg (meðal þeirra sem komnir eru með aldur til). Notkun annarra vímuefna, til dæmis að reykja gras eða sniffa kókaín, er ekki talin í lagi og er þar af leiðandi ólögleg. Flokkun vímuefna í lögleg og ólögleg er ekki byggð á vísindalegum rökum um skaðleg áhrif efnanna á miðtaugakerfið eða önnur líffæri. Flokkunin er byggð á siðferðilegri skoðun á því hvað telst rétt og hvað rangt. Sem segir okkar það að til dæmis notkun áfengis, sem er talin lögleg við vissan aldur, getur samt haft töluverð skaðleg áhrif. Flest vímuefni koma úr náttúrunni og mörg hafa verið notuð í trúarlegum tilgangi. Þar á það sama við líkt og með áfengið, þó að efnið komi frá náttúrinni eru þau vímuefni ekki laus við þann eiginlega að þau geta verið skaðleg. Er eitthvað til sem er skásta og versta vímuefnið? Það er mjög eðlilegt að velta þessu fyrir sér en það er þó þannig að almennt eru vímuefni ekki skilgreind eftir því hvað er mest eða minnst skaðlegt. Öll vímuefni geta haft neikvæð heilsufarsleg áhrif eða geta leitt til hættulegra aðstæðna til skemmri eða lengri tíma litið. Það hvort vímuefni geti valdið alvarlegu heilsufars vandamáli líkt og lífshættulegri ofskömmtun eða lyfjaeitrun hefur ekki einungis með það að gera hvaða vímuefna er neytt heldur líka hversu mikið er notað, hvernig það er notað og fleiri þátta. Sum vímuefni eða lyf geta hins vegar verið það sterk að lífshættuleg ofskömmtun á þeim er líklegri en með önnur vímuefni, til dæmis morfínskyld lyf (þar er átt við misnotkun á lyfinu en ekki notkun í samráði við heilbrigðisstarfsmann). Sum vímuefni eru svo frekar tengd við fíkn. Sem dæmi má nefna þá er tóbak virkilega ávanabindandi. Enn þá önnur vímuefni geta síðan haft sterkari áhrif á heilann en önnur, til dæmis örvandi efni sem geta valdið langvarandi vandamálum varðandi tilfinningar og minni. Það er einnig virkilega hættulegt að blanda saman vímuefnum og/eða lyfjum þar sem það eykur líkur á lífshættulegum aukaverkunum eins og ofskömmtun. Áfengi er eitt af þeim vímuefnum sem hættulegt er að blanda saman við önnur lyf og vímuefni. Það er sérstaklega hættulegt að blanda saman kókaíni og áfengi. Ekki ætti að blanda saman sljóvgandi efnum eins og morfínskyldum lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og áfengi. Blanda sljóvgandi lyfja eykur hættu á dái eða dauða vegna öndunarbæklingar. Þó að það sé ekki hægt að skilgreina vímuefni eftir því hvað er mest eða minnst skaðlegt þá er vitað að það er skaðlegast að neyta vímuefna meðan maður er um 26 ára og yngri – þar sem unglingar og ungmenni eru viðkvæmari fyrir neikvæðum heilsufarsáhrifum vegna vímuefna notkunar. Af hverju neytir fólk vímuefna þó að það viti að það getur verið skaðlegt? Á hverjum degi tökum við ákvarðanir sem hafa áhrif á heilsu okkar. Ástæða þess að fólk neytir vímuefni getur verið mismunandi eftir aðstæðum. Fólk getur líka byrjað að neyta efna af einni ástæðu og haldið áfram að neyta þeirra af annarri ástæðu. Sumt fólk sem neytir vímuefna getur gert sér fulla grein fyrir neikvæðu áhrifum efnanna á heilsu þess og líf en geta samt átt virkilega erfitt með að hætta þar sem endur-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=