Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 74 Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Hvernig er þín útgáfa af árangri? Það að ná árangri er ekki einhver formúla, það er ekki eitthvað eitt sem þýðir að þú hefur náð árangri. Við eigum að setja okkar eigin merkingu í það hvað það er að ná árangri. Það er svo margt sem getur haft þar áhrif, til dæmis hvar þú býrð, persónuleikinn þinn, umhverfið þitt og fleira. Með því að skilgreina hvað þú persónulega telur vera góður árangur er skref í rétta átt til að átta þig á því hvað getur raunverulega fært þér hamingju í lífinu. Fyrir einhverjum gæti árangur verið að líða vel, stunda körfubolta, verða tækniteiknari og eiga fjölskyldu en fyrir þér gæti það verið eitthvað allt annað. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 10.5 í dagbókinni. DRAUMALÍFIÐ MITT KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: ímyndaðu þér að þú gætir orðið hvað sem þú vildir verða, engin takmörk – þannig eru draumar. Draumar mega vera fjarlægir – eins og að dreyma um að verða frægur leikari í Hollywood sem er að taka á móti óskarsverðlaunum, hver veit, það gæti verið þú eftir 10 ár. Þú getur leyft þér að dreyma um hvað sem er, hvar þú vilt eiga heima, hvað þú vilt vera, hvernig fjölskyldu þú vilt eiga og hvernig maka. Draumarnir takmarkast aðeins af þínu eigin ímyndunarafli. Það geta frábærir hlutir gerst ef þú fylgir draumunum þínum. Lífið þitt getur fyllst af gleði, ævintýrum og öllum því sem þú óskar þér. Lífið getur þó líka tekið þig í óvæntar stefnur sem gætu reynst ánægjulegar. Þegar þú vinnur í átt að draumnum þínum þá munt þú líka breytast. Með þeirri vinnu verður þú hugrakkari, aðlagast betur og eflir seiglu. Því eins og þú veist þá rætist ekki draumurinn með því að smella fingrunum, það er engin álfa guðmóðir sem getur sveiflað sprotanum og sagt bibbídí babbídí bú. Þetta mun vera erfitt, þér mun mistakast, þú munt hugsa að þú viljir hætta en þú munt líka upplifa gleði og fagna sigrunum, litlum sem stórum. DAGBÓK Stundum getur verið gott að setja upp sjónrænt hvernig við sjáum fyrir okkur lífið sem okkur langar í, það getur hjálpað okkur að skilgreina draumana okkar, áætlanir og markmið. Nú skulum við fara í verkefni nr. 10.6 í dagbókinni. Prófið að setja upp sjónrænt hvernig ykkar draumalíf er. Dagbók bls. 80 10.6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=