Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 75 Hugmyndir að skilum gætu verið: • Glærukynning (t.d. Power Point, Google slides eða Canva) • Veggspjald (t.d. á prenti eða í gegnum Canva) SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni tíunda kafla ættu nemendur að: • Geta sett sér markmið sem falla undir SMART markmiðasetningu • Hafa þekkingu á seiglu og vaxtarhugarfari. Rifjaðu stuttlega upp efni kaflans og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var … 2. Ég myndi vilja vita meira um … 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það … Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi. ÁHUGAVERÐIR TENGLAR OG ANNAÐ EFNI Frá MMS og öðrum opinberum aðilum: • Námstækni, Markmið Vefsíður: • Sterkari út í lífið • Reykjalundur – Að setja sér markmið • Meistararitgerð um vaxtarhugarfar og kennslu, Hilja Guðmundsdóttir Af YouTube: • Leitarorð: Growth mindset vs. Fixed mindset, Sprouts • Leitarorð: Identify: Growth or fixed mindset? Growth Through the Middle Years • Leitarorð: The power of positivity – Brain games

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=