Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 73 Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Þegar við lærðum það sem við kunnum í dag þá þurfti að byggja á einhverju, t.d. í dag kann ég að hlaupa en fyrst þurfti ég að læra að labba EÐA í dag kann ég að teikna en fyrst þurfti ég að læra að halda á litnum. Prófið þið að vinna verkefni 10.3 í dagbókinni. Hugsið um hvaða skref þið hafið þurft að taka til að kunna það sem þið getið í dag. MISTÖK - SEIGLA KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Mistök sem við gerum geta orðið partur af okkar velgengis vegferð. Stundum langar okkur að gefast upp og hætta af því við erum hrædd um að mistakast en staðreyndin er sú að mistök eru oftar en ekki partur af því að ná árangri og velgengni. Líkt og með ísjaka, þar sem við sjáum aðeins smá part af honum, þá sjáum við aðeins smá part af vegferð velgengni. Hjá öðrum virðist það eina sem við sjáum er þegar þeim gengur vel og ná árangri. Til dæmis sjáum við á samfélagsmiðlum myndir af fólki að útskrifast úr framhaldsskóla en við sjáum ekki endilega allt erfiðið sem liggur að baki áður en það tókst að ljúka námi. Ýmislegt getur verið undir ísnum. Gott er að minna sig á að erfiðleikar eru gjarnan bara tímabil og við getum komist í gegnum það. Það er erfitt á meðan á því stendur en það má finna leiðir til að komast í gegnum það og svo mun létta til. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 10.4 í dagbókinni. KENNSLUSTUND 2 AÐ NÁ ÁRANGRI KVEIKJA AÐ EFNINU Horfið saman á eftirfarandi auglýsingu: Hvað er árangur? og ræðið í kjölfarið við nemendur að það er mismunandi milli einstaklinga hvað er árangur. Dagbók bls. 78 10.4 Dagbók bls. 79 10.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=