Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 72 SEIGLA KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það að eitt og sér að segja við okkur sjálf „Ég get þetta‟ getur haft ótrúleg áhrif á okkur. Okkur hættir til að hugsa neikvætt eins og til dæmis „ég er ekki nógu klár í þetta‟, „ég mun aldrei ná þessu‟ og svo framvegis. Það er mjög eðlilegt að hugsa svona af og til en ef við hugsum svona nánast alltaf þá getur það komið í veg fyrir að við náum þeim árangri sem við óskum eftir og eignumst þá kannski ekki lífið sem okkur langar í. Dettum ekki í þá hugsanagildru að ákveða fyrir fram útkomuna, bera okkur saman við aðra, brjóta okkur niður, velta okkur upp úr hlutunum og þá aðallega þegar okkur gengur ekki nógu vel og reynum að hrista af okkur fullkomnunaráráttuna sem blundar í mörgum. Það er EKKERT til sem er fullkomið! Reynum eftir bestu getu að vera með jákvætt sjálftal og setjum fram jákvæðar staðhæfingar um okkur sjálf. Gott er að segja staðhæfingarnar upphátt því það gerir þær raunverulegri. Einnig getur reynst vel að sjá fyrir sér það sem maður villt áorka, dæmi: sjá fyrir sér þegar maður nær þriggja stiga körfu á mótinu. Gott er að hafa sérstakar setningar í huga sem maður veit að myndu hvetja mann áfram, stuttar setningar virka þar vel, og gott er að sleppa því að nota orð eins og alltaf eða aldrei. Frábær hvetjandi setning getur til dæmis verið: Ég er með þetta! UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Hvaða fleiri setningar dettur ykkur í hug? VAXTARHUGARFAR DAGBÓK Horfið með nemendum á eftirfarandi myndband um vaxtarhugarfar (e. growth mindset) af YouTube: Growth mindset vs. Fixed mindset. Myndbandið er á ensku. Hægt er að fá enskan undirtexta með því að fara í Settings ( ) og velja Subtitles. Einnig hægja á hraða talmáls með því að velja Playback speed. Gott er að staldra við og ræða um innihaldið. Dagbók bls. 77 Dagbók bls. 77 10.2 10.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=