Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 71 KENNSLUSTUND 1 MARKMIÐASETNING KVEIKJA AÐ EFNINU Hlustið saman á hlaðvarpsþátt 10 og látið nemendur vita að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Vitið þið hvað felst í SMART markmiðasetningu? • Útskýrðu: SMART markmið eru skýr, mælanleg, aðgerðamiðuð, raunhæf og tímatengd. • Skýr – Markmiðið verður að vera skýrt og nákvæmt. Því skýrara og nákvæmara sem það er því líklegra er að markmiðið náist. • Mælanleg – Markmiðið verður að vera mælanlegt. Með því að gera markmiðið mælanlegt þá er auðveldara að mæla árangurinn og vita hvenær því hefur verið náð. Hægt er að mæla markmið í tíma, fjölda, magni og svo framvegis. • Aðgerðamiðuð – Það þarf að taka fram hvernig markmiðið á að nást, þ.e. hvaða skref verða tekin til að ná því og hvað þurfi að vera til staðar. Mikilvægt er að lýsa skrefunum á nákvæman hátt. • Raunhæf – Þú þarft að setja þér markmið sem þú hefur trú á að þú getir náð. Viljinn til að ná því þarf einnig að vera fyrir hendi. Gæta þarf að því að markmiðið hæfi aldri, hæfni, andlegu og líkamlegu ástandi og þeirri getu sem er nú þegar til staðar. • Tímatengd – Taka þarf fram hvenær markmiðinu á að vera náð. Markmiðið þarf að hafa raunhæf tímamörk því að öðru leyti gæti verið freistandi að fresta því. Hafið þó í huga ef aðstæður breytast þá þarf ef til vill að endurskoða markmiðið. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 10.1 í dagbókinni. Dagbók bls. 75 10.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=