Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 70 leiðarinnar við setningu markmiða. Einnig er komið inn á mikilvægi þess að líta á mistök sem tækifæri til lærdóms og bætingar enda er það svo að þegar við setjum okkur markmið að þá gengur það ekki alltaf smurt fyrir sig. Mikilvægt er að geta horft á mistök sem tækifæri en ekki hindrun. Í byrjun þáttar er fín skilgreining á markmiðum. Gott er að benda á að hver og einn setji sér markmið út frá gildum sínum. Hvað er það sem skiptir okkur máli? Hvað vil ég gera og hvert vil ég stefna? HUGTAKALISTI SEIGLA (e. resilience) er hugtak sem er notað yfir innri styrkleika eða þrautseigju sem finnst hjá þeim börnum og fullorðnum sem tekst að láta ekki erfiðleika í lífinu buga sig. VAXTARHUGARFAR (e. growth mindset) er trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, góðum aðferðum og hjálp frá öðrum. Rannsóknir benda til þess að slíkt hugarfar hafi jákvæð áhrif á áhugahvöt okkar, geri okkur kleift að einbeita okkur og að við gefumst síður upp. AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU: • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garði, fara svo yfir listann með nemendum áður en kennsla hefst. LAGT ER TIL AÐ KENNA 10. KAFLA MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 2 kennslustundir (40 mín hver kennslustund), 80 mín. ˚ Kennslustund 1 ▪ Markmiðasetning ▪ Þrautseigja ˚ Kennslustund 2 ▪ Að ná árangri ▪ Draumalífið mitt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=