Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 68 • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Það er svo mikilvægt að við vitum hvert við getum leitað þegar okkur vantar aðstoð og það sé einhver einn sem heldur utan um okkur og okkar mál. ˚ Það er mikilvægt að tengiliður getur séð til þess að þau sem geta hjálpað tali saman, til þess að hámarka líkur á að barninu líði betur. ˚ Það er mikilvægt að börn geti talað um það sem er erfitt eða vont strax og það kemur upp. ˚ Það er mikilvægt að börn finni að það sé einhver til staðar fyrir þau sem hafi tíma til að hlusta, ráðleggja og hjálpa strax þegar þörf er á – það gæti verið tengiliðurinn. • Spurðu nemendur: Í hlaðvarpinu nefnir Páll að „Börn séu dýrmætasta fjárfesting hvers samfélags‟. Hvað haldið þið að Páll eigi við með þessu? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Börn verða fullorðin, fara að vinna og búa þannig til á einn eða annan hátt verðmæti fyrir samfélagið, borga skatta, finna upp á einhverju sniðugu sem hjálpar, sum stofna fjölskyldu, sum eignast börn sem halda áfram að styðja við samfélagið okkar. • Spurðu nemendur: Hvaða leiðir teljið þið mikilvægar í að styðja við þessa dýrmætu fjárfestingu? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Að hjálpa börnum og foreldrum að leysa vanda um leið og hann kemur upp svo hann verði ekki of flókinn eða erfiður. ˚ Að finna leiðir svo börnum líði vel í skóla, frístundum og heima hjá sér. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 9.1 í dagbókinni. ÞÚ FJÖLSKYLDAN TÓMSTUNDIR FÉLAGSMIÐSTÖÐ HEILSUGÆSLA SKÓLINN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=