Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 67 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU: • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garði, fara svo yfir listann með nemendum áður en kennsla hefst. • Það gæti verið gagnlegt að horfa á eftirfarandi myndbönd: ˚ Farsældarlögin ˚ Tengiliður farsældar ˚ Kynning á Samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna LAGT ER TIL AÐ KENNA 9. KAFLA MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 1 kennslustund (40 mín hver kennslustund) ˚ Kennslustund 1 ▪ Farsæld barna KENNSLUSTUND 1 FARSÆLD BARNA KVEIKJA AÐ EFNINU Hlustið saman á hlaðvarpsþátt 9 og látið nemendur vita að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Hvað finnst ykkur vera farsæl ævi? • Spurðu nemendur: Afhverju er mikilvægt að það séu tengiliðir farsældar í skólum? Dagbók bls. 71 9.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=