Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 62 tilfellum getur fjölskylda okkar og vinir ekki veitt þá hjálp sem við þurfum og þá getum við leitað annað. Hlustið saman á hlaðvarpsþátt 8 og látið nemendur vita að þau geti notað dagbókina til að krota í eða skrifa niður punkta sem þeim dettur í hug þegar verið er að hlusta á hlaðvarpið. Það geta verið spurningar, hugleiðingar eða annað. Einnig eru tvær spurningar í dagbókinni sem nemendur geta verið búin að velta fyrir sér áður en þau hlusta. UMRÆÐUPUNKTAR Eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið er tilvalið að ræða eftirfarandi umræðupunkta: • Spurðu nemendur: Réttið upp hönd ef þið mynduð leita ykkur aðstoðar ef ykkur væri illt í fætinum og mögulega brotin. • Spurðu nemendur: Réttið upp hönd ef þið mynduð leita ykkur aðstoðar ef ykkur liði illa og væruð mögulega með kvíðaröskun. • Útskýrðu: Það er svo mikilvægt að við leitum okkur hjálpar í málum sem tengjast geðheilbrigði líkt og við gerum varðandi líkamleg mál. Við erum öll með líkama og partur af okkar líkama er heilinn okkar og þar með erum við, öll sem eitt, með geð og þurfum því ÖLL að huga að geðheilbrigði okkar. ˚ Að biðja um hjálp er eitt af því hugrakkasta sem þið getið gert. Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það er gott að vita til hverra við getum leitað þegar okkur vantar hjálp. Það er mismunandi eftir atvikum til hverra við leitum. Veltu því upp með nemendum til hverra þau myndu leita í eftirfarandi aðstæðum: • Spurðu nemendur: Til hverra mynduð þið leita ef ykkur líður illa í því sæti sem ykkur er úthlutað innan skólastofunnar? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Kennari, námsráðgjafi, skólastjóri, foreldri? • Spurðu nemendur: Til hverra mynduð þið leita ef það sprettur ágreiningur eða ósætti milli ykkar og vina? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Kennari, námsráðgjafi, skólastjóri, foreldri? • Spurðu nemendur: Til hverra mynduð þið leita ef þið upplifið kvíða eða vanlíðan og vitið ekki alveg af hverju? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: ˚ Kennari, námsráðgjafi, skólastjóri, foreldri, systkini, vinur, vinkona? ˚ Að ákveða fyrir fram við hvern er talað þegar við lendum í vanda einfaldar ákvörðun okkar um að leita aðstoðar þegar við þörfnumst hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=