Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 61 AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Efnið Eitt líf fellur vel að hæfniviðmiðum náttúrugreina, samfélagsgreina og skólaíþrótta, sjá dæmi um hæfniviðmið sem eiga við þennan kafla í inngangskafla, bls. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR KENNSLU: • Lesa kennsluleiðbeiningar og viðeigandi blaðsíður í dagbókinni áður en kennsla hefst. • Lesa yfir lista um hvert börn og ungmenni geta leitað ef vandasöm mál bera að garði, fara svo yfir listann með nemendum áður en kennsla hefst. LAGT ER TIL AÐ KENNA 8. KAFLA MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI: • Heildartími: 2 kennslustundir (40 mín hver kennslustund), 80 mín. ˚ Kennslustund 1 og 2 ▪ Hvert get ég leitað? ▪ Hvaða aðstoð er í boði? ▪ Gefðu þér tíma KENNSLUSTUND 1 HVERT GET ÉG LEITAÐ? KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Við fæðumst ósjálfbjarga og reiðum okkur á hjálp foreldra okkar. Okkur þykir eðlilegt að fá slíka hjálp við að fóta okkur í lífinu og tilverunni. Það er eðlilegt að óska og leita eftir hjálp, það er aldrei veikleikamerki heldur fremur hugrekki og styrkleiki. Það sem vefst stundum fyrir okkur er hvernig og hvert við getum leitað eftir hjálp. Í sumum HUGTAKALISTI GEÐRASKANIR (e. mental disorders) fela í sér skerta möguleika til lífsgæða, samskipta (bæði tilfinningalegra og félagslegra), þátttöku í námi/starfi eða annars konar virkni í samfélaginu vegna andlegrar líðan eða ástands. Sjá nánar HÉR. Dagbók bls. 65 8.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=