Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 63 DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 8.1 í dagbókinni. HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI? UMRÆÐUPUNKTAR Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Það er alls konar aðstoð í boði sem er frábært þar sem mismunandi aðstoð hentar mismunandi einstaklingum. Oft getum við fengið aðstoð frá einstaklingum sem eru í okkar nærumhverfi, til dæmis frá foreldrum, systkinum, vinum, kennurum, námsráðgjafa og svo framvegis. Hins vegar þá getur það gerst að það dugi ekki til og þá gætum við þurft að leita annað sem er mjög eðlilegt að þurfa að gera. DAGBÓK Gott er að vinna eftirfarandi aukaverkefni áður en nemendur vinna verkefni 8.2 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI – AÐSTOÐ Í BOÐI Nemendur vinna í 2-3 manna hópum. Hver hópur fær úthlutað eða velur einhverja stofnun eða samtök til að kynna sér á netinu eða í gegnum viðtöl. Þau útbúa síðan kynningu á þeirri aðstoð sem býðst hjá stofnuninni/samtökunum og kynna fyrir samnemendum. Endilega leyfið nemendum að velja hvernig þau vilja skila verkefninu. Nokkrir hópar geta fengið sama umfjöllunarefni og það er í lagi þar sem að nemendur taka ef til vill mismunandi pól í hæðina, t.d. þegar um er að ræða Umboðsmann barna, Samtökin 78 eða Jafnréttisstofu. Hugmyndir að skilum gætu verið: • Glærukynning (t.d. Power Point, Google slides eða Canva) • Veggspjald (t.d. á prenti eða í gegnum Canva) • Myndband • Leikþáttur • Lag og texti Dæmi um samtök og stofnanir til að fjalla um: • Umboðsmaður barna • Barnaheill • Bergið Headspace • Samtökin 78 • Hjálparsími rauða krossins – 1717 • Stígamót – sjúkt spjall Dagbók bls. 66 8.2 • Barnahús • Jafnréttisstofa • Heilsugæslan • Sálfræðiþjónusta (t.d. Heilsuvernd eða Litla Kvíðameðferðarstöðin)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=