Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 60 UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um hjálp, hvert sé hægt að leita og hvaða aðstoð er í boði, bls. 62‒67 í dagbókinni. Í upphafi þáttar kemur fram að um vanda sé að ræða þegar tilfinningar eru að hamla okkur í einhvern tíma. Einnig er mikilvægt að nefna að hugsanir og hegðun geta einnig hamlað okkur. Ýmis úrræði eru í boði ef einstaklingur þarf á hjálp að halda og eru öllum opin. Hægt er að leita úrræða hjá heilsugæslunni, heilsuveru og 1770. Það er mismunandi aðstoð í boði og hægt er að leita eftir öðrum leiðum ef ein hentar okkur ekki. SAMANTEKT Eftir að hafa lokið við efni sjöunda kafla ættu nemendur að: • Þekkja þætti sem geta haft áhrif á geðheilsuna • Hafa æft núvitund og hafa þekkingu hvernig er hægt að stunda hana. Áður en haldið er yfir í næsta kafla, rifjaðu stuttlega upp efni kaflans og fáðu nemendur til að skila inn miðum (mega vera nafnlausir) þar sem þau klára eftirfarandi setningar og skila til þín. 1. Það sem vakti áhuga minn var … 2. Ég myndi vilja vita meira um … 3. Ef ég gæti breytt einhverju við verkefnin eða kennsluna þá væri það … Þessi svör ættu að veita þér tækifæri til að sjá hvað það var/er sem vekur áhuga nemenda og þær breytingar sem þau nefna (ef einhverjar), taktu þær til athugunar og nýttu þær til að bæta efnið eða vaxa í starfi. KAFLI HJÁLP, HVERT GET ÉG LEITAÐ OG HVAÐA AÐSTOÐ ER Í BOÐI? 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=