Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

59 mms.is slæmar. Við æfum okkur í því að meðtaka, viðurkenna og finna fyrir því sem er hér og nú. Við leggjum okkur fram um að vera með því sem er, eins og það er og upplifum lífið á meðan það er að gerast í stað þess að festast um of í áhyggjum af fortíð eða framtíð. Í stuttu máli má segja að núvitund geti hjálpað okkur að upplifa lífið á meðan það er að gerast en ekki á sjálfsstýringu.” Bryndís Jóna Jónsdóttir – Núvitundarsetrið UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Í hlaðvarpinu er tekið dæmi um núvitundaræfingu að borða popp. Hvaða fleiri æfingar dettur ykkur í hug sem gætu æft núvitund? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna að hægt er að … ˚ fylgjast með andardrættinum ykkar ˚ kreppa saman alla vöðvana í líkamanum og svo slaka. Byrja á fótunum, mjöðmunum, maganum o.s.frv. ˚ taka göngutúr í þögn, fylgjast vel með umhverfinu, hljóðunum o.s.frv. AUKAVERKEFNI – ÆFING Í NÚVITUND Hér er tilvalið að nýta æfingu í núvitund frá Vertu þinn besti vinur sem finna má HÉR. Meiri fræðslu og verkefni má finna inn á Sterkari út í lífið HÉR. AUKAVERKEFNI – HLÁTURJÓGA Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Hlátur fær líkamann til að leysa út hormónið endorfín sem dregur úr kvíða og streitu ásamt því að vera náttúrulegt verkjalyf. Að hlæja reglulega getur dregið úr alls kyns heilsufarslegum vanda, lækkar hlutfall streituhormóna í líkamanum og hjálpar þannig líkamanum að slaka á. Að hlæja getur því stuðlað að bættri andlegri heilsu sem og bættri geðheilsu. Þess vegna ætlum við núna að prófa örstutt hláturjóga. Við ætlum öll að herma nákvæmlega eftir konunni í myndbandinu og tökum þannig vonandi smá hlátur út í daginn. Hláturjóga myndbandið má finna HÉR. Skilaboð til kennara: Ef nemendur taka ekki strax undir með því sem konan er að gera (lyftir einum fingri og segir „hah‟, lyftir tveimur og segir „hah hah‟ og svo framvegis), stoppaðu þá myndbandið, leiðréttu nemendur og byrjaðu myndbandið upp á nýtt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=