Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 42 get ég valið að svara ekki og hringja til baka seinna – þá er ég að setja mörk. Ég get ákveðið að fara ekki í símann né samfélagsmiðla eftir kvöldmat – þá er ég að setja mörk. ˚ Þið getið til dæmis beðið foreldra ykkar um að banka á hurðina hjá ykkur þegar þau vilja koma inn – þá eruð þið að setja mörk. ˚ Eru einhver mörk varðandi snjallsímanotkun á ykkar heimilum? ˚ Hvað mörk sjáið þið í kringum ykkur sem fólk setur? ˚ Hvað mörk viljið þið setja? DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 4.1 og 4.2 í dagbókinni. AUKAVERKEFNI Skiptu nemendum í 3-4 manna hópa þar sem hver hópur svarar eftirfarandi spurningum (varpað upp á skjá): • Hvað eru mörk? • Hvað eru líkamleg, tilfinningaleg og kynferðisleg mörk? ˚ Setjið fram einnig dæmi um slík mörk. • Hvað eru tímamörk? ˚ Setjið fram dæmi um slík mörk. • Hvað er hópþrýstingur og af hverju er stundum erfitt að standast hópþrýsting? Dragðu svör hópanna saman með því að spyrja hvern hóp fyrir sig hvernig hann svaraði spurningunum. KENNSLUSTUND 2 MÖRK - FRAMHALD KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Að komast í gegnum öll þau endalausu samskipti sem við eigum í lífinu getur reynst erfitt án þess að segja einhverntímann eitthvað óviðeigandi, særa einhvern án þess að það sé ætlunin og svo framvegis. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að við tökum ábyrgð á gjörðum okkar og biðjumst afsökunar. Dagbók bls. 39 4.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=