Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 43 Það er ýmislegt sem við ættum að biðjast afsökunar á en svo er annað sem við biðjum stundum afsökunar á en þyrftum ekki að gera. Eitt gott dæmi um það er ef þú færð send til þín skilaboð og svarar þeim ekki strax, þá eigum við það til að segja eitthvað í þessa áttina „afsakið hvað ég svara seint en ég var ...‟. Eflaust margir sem tengja við þetta. Það er hins vegar bókstaflega EKKERT að afsaka. Þér ber ekki skylda að svara skilaboðum um leið og þau berast. Ekki frekar en þú þurfir að afsaka það að segja „nei” við einhverju, spyrð spurninga eða segir hvernig þér líður. DAGBÓK Fáðu nemendur til að vinna verkefni 4.3 í dagbókinni. TAKTU PLÁSS! KVEIKJA AÐ EFNINU Lestu upp eftirfarandi texta fyrir nemendur: Að taka pláss felur í sér að við trúum því að rödd okkar, tilfinningar, hugsanir, hugmyndir og skoðanir eigi rétt á sér. Dæmi um þetta má til að mynda sjá í jafnréttisbaráttum, réttindabaráttu samkynhneigðra, #metoo hreyfingunni og Black Lives Matter. Í öllum þessum tilvikum er fólk að taka pláss og kalla á breytingar. Góð æfing í því að taka pláss er að byrja daginn í powerstöðu í smá tíma og þannig upplifa okkur kraftmeiri fyrir daginn. • Fáðu nemendur til að standa upp og æfa powerstöðuna. UMRÆÐUPUNKTAR • Spurðu nemendur: Hvernig getið þið æft ykkur í að taka pláss? • Útskýrðu: Leyfið nemendum að gefa hugarfluginu lausan tauminn í nokkrar mínútur. Ef ekki koma fram hugmyndir, skulið þið nefna: Að taka pláss getur falið í sér að: ˚ segja „takk‟ þegar við fáum hrós og ekki gera lítið úr hrósinu. ˚ segja þína skoðun á hlutunum, t.d. með því að segja frá kvikmynd sem þig langar að horfa á með fjölskyldunni/vinum. ˚ segja frá einhverju sem þú hefur afrekað, við megum alltaf vera stolt af okkur! ˚ ekki biðjast fyrirgefningar á einhverju sem þú þarft ekki að biðjast fyrirgefningar á. Dagbók bls. 39 4.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=