Eitt líf - Kennsluleiðbeiningar

mms.is 32 UPPLÝSINGAR FYRIR KENNARA ÁÐUR EN KENNSLA HEFST: Í þessum kafla er fjallað um gagnrýna hugsun, ákvarðanatökur og þær venjur sem við höfum komið okkur upp, bls. 26‒34 í dagbókinni. Á hverjum degi flæðir gífurlegt magn upplýsinga yfir nemendur, eins og alla aðra, og því er mikilvægt að styrkja gagnrýna hugsun meðal þeirra. Kenna þeim leiðir til ákvarðanatöku sem og að greina þær venjur sem þau hafa og hvaða skref megi taka til að breyta venjum eða skapa nýjar venjur. Í upphafi þáttar er talað um samskipti vina í tengslum við gagnrýna hugsun en það mætti, áður en hlustað er á hlaðvarpið, ræða um hvað felst í hugtakinu gagnrýnin hugsun. Koma síðan með dæmi úr fréttum eða einhverju sem við sjáum á netinu og ræða hverjar séu staðreyndir málsins. Hvað vitum við um málið? Hvaðan erum við að fá upplýsingarnar? Erum við að fá þær frá traustum aðilum? Eru sambærilegar upplýsingar að koma frá fleiri en einum aðila? O.s.frv. Einnig má ræða um muninn á sérfræðingum, sem setja meiri varnagla og t.d. áhrifavöldum sem fullyrða og henda staðhæfingum fram. Auglýsingum hefur í auknum mæli verið beint til barna og ungmenna og þá fer það ekki endilega eftir eðli vörunnar. Að setja teiknimyndafígúru á sígarettupakka og auglýsingar þeim tengdar tíðkaðist á síðustu öld en í dag eru merkingar á tóbaki oft með varnaðarorðum s.s. Reykingar drepa. Þarna er um ólíkan tilgang að ræða. Það fyrra er hugsað til að auka sölu og hagnað einkafyrirtækja en hið seinna frá stjórnvöldum. Sama gildir með lyf oft er þeim auglýsingum beint til stærri hóps fólks en þarf á lyfjunum að halda. Vegna alls þessa er gagnrýnin hugsun mjög mikilvæg hverjum og einum. KAFLI GAGNRÝNIN HUGSUN, ÁKVARÐANATAKA OG VENJUR HUGTAKALISTI GAGNRÝNIN HUGSUN (e. critical thinking) er sú hugsun að ekki sé fallist á skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi verið skoðuð og rannsökuð til hlítar, kannað hvað felist í henni og fundin fullnægjandi rök til að styðja við hana. 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=