Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 5 Við og veröldin okkar Til eru margar áhugaverðar leiðir til að byggja upp ábyrgðartilfinningu, samhygð og sjálfsþekkingu hjá börnum. Nokkrir íslenskir skólar hafa gert tilraunir með hugmyndafræði eins og Uppeldi til ábyrgðar (upphafsmaður: Diane Gossen) og Lífsmennt - Living Values (upphafsmenn: Brahma Kumaris, Diane Tillman og Diane Hsu). Fyrir þá sem vilja kynna sér þessar hugmyndir betur má benda á grein Guð- laugar Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarssonar í Netlu um Uppeldi til ábyrgðar og heimasíðu leikskólans Álfaheiði þar sem fjallað er um Lífsmennt. Á heimasíðunni er einnig hlekkur á síðu Living Values-samtakanna. Hugmyndir að verkefnum • Leikinn Ég er frábær eins og ég er má finna á Leikjavefnum (www.leikjavefurinn.is) . Þar er hann flokkaður sem kynningarleikur en hann á einnig vel við texta þessa kafla í nemendabókinni. Á síð- unni er talað um að þátttakendur eigi að sitja en við mælum með að stólum sé sleppt – börnin sitja nógu mikið yfir daginn. § § Lýsing á leiknum: Nemendur eru saman í hring. Stjórnandi (kennarinn) útskýrir leikinn og reglurnar og biður nemendur um að hugsa um nokkur atriði sem þeir telja að séu einstök við sig. Einu barni er boðið að byrja. Barnið fær rými í hópnum og nefnir eitt atriði sem það telur að eigi aðeins við um sig. Ef þetta atriði á við um fleiri í hópnum, færa þeir sig til barnsins og standa þétt upp við það. Barnið telur þá upp fleiri atriði þar til því tekst að standa eftir eitt. Þá fær næsta barn tækifæri til hins sama og þannig koll af kolli þar til allir hafa fengið að prófa. • Ræðið hugtakið „grunnþarfir“. Hverjar eru þær og er hægt að aðgreina þær frá öðrum þörfum um- fram þær? Sem dæmi telst húsaskjól til grunnþarfa en er sérherbergi líka grunnþörf? Heimildir Association for Living Values Education International. (1995–2013). Living Values Education . Sótt 24. september 2013 frá Living Values Education: http://www.livingvalues.net/index.html Guðlaug Erla Gunnlaugsdóttir og Magni Hjálmarsson. (16. apríl 2007). Uppeldi til ábyrgðar. Upp- bygging sjálfsaga . Sótt 24. september 2013 frá Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: http://netla. hi.is/greinar/2007/003/index.htm Helgi Grímsson. (2007). Ég er frábær eins og ég er. Sótt 24. september 2013 frá Leikjabankinn/Leikja- vefurinn: http://www.leikjavefurinn.is/index.php?f=leikur&n=285 Leikskólinn Álfaheiði. (án dags.). Námsefni Lífsmennt – Living Values . Sótt 24. september 2013 frá Álfaheiði: http://alfaheidi.kopavogur.is/um-skolann/namid/lifsmennt/

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=