Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 4 Hver er ég? Vangaveltur um sjálfið Sjálfið er áhugavert viðfangsefni í heimspeki og sálfræði. Þar eru ýmsar kenningar um þroska og mótun sjálfsins, meðvituð og ómeðvituð tengsl við sjálfsmynd og sjálfsþekkingu, hlutlæga og huglæga eigin- leika þess og margt fleira áhugavert. Í texta nemendabókar er imprað á þeirri grunnhugmynd að sjálfið sé flókin vitsmunaleg hugsmíð og að sjálfið mótist af þroska og samskiptum við umhverfið. Okkur höfundum, þótti mikilvægt að kynna þessa hugmynd fyrir nemendum til að vekja þau til um- hugsunar um að þau verða fyrir áhrifum úr umhverfi sínu, að þau hafi hæfileika til að laga sig að að- stæðum en jafnframt að þau geti sjálf haft einhverja stjórn á eigin þroska og viðhorfi. Um leið má benda á að með auknum þroska kemur aukin ábyrgð; á hegðun og hugsun, orðum og gjörðum. Hugmyndir að verkefnum • Nemendur skrifa stuttar lýsingar á nokkrum mismunandi hliðum eigin sjálfs. Lýsingarnar ná aðal- lega til mismunandi hegðunar við mismunandi aðstæður. T.d.: Þegar ég er með vinum mínum … (finnst mér miklu fleira fyndið, tala ég hærra, hreyfi ég mig meira). Þegar ég er heima … (hvíli ég mig, get sagt foreldrum mínum ef ég er leið(ur), get ég verið pirruð/pirraður á litlu systur minni þótt mér þyki vænt um hana). Þegar ég er í skólanum … (verð ég þreytt(ur) á að sitja lengi kyrr, reyni ég að rétta upp höndina þegar ég þarf að fá hjálp, finnst mér gaman að læra nýja hluti). • Nemendur gera lista yfir þau mismunandi sjálf sem þeim dettur í hug. Þetta má vinna í litlum hóp- um. • Nemendur leika lítinn leikþátt. A þarf að koma sömu upplýsingum til skila við þrenns konar mis- munandi aðstæður: Heima, í skólanum og í vinahópi. Upplýsingarnar ættu að vera einfaldar og hver hluti er stuttur. Nemendur skiptast á að leika A. Æfingin felst í því að A fær að finna áhrif aðstæðna á samskiptin. Heimildir Ingibjörg Sverrisdóttir. (2010). Að finna sjálfið, eða finna það upp. Viðmið um sjálfið í sálfræði og heim- speki . Sótt af http://skemman.is/handle/1946/6396 Kristján Kristjánsson. (2010). The Self and Its Emotions . Cambridge University Press. New York.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=