Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 31 Barnabrúðkaup Barnabrúðkaup eru alþjóðlegt vandamál þótt tíðni þeirra sé margfalt hærri í fátækum löndum heims- ins en annars staðar. Barnabrúðkaup er skilgreint sem trúlofun eða hjónaband þar sem annar eða báðir aðilar eru undir átján ára aldri. Börnin geta verið hvort heldur stúlkur eða drengir en þó er mun algengara að stúlkur séu giftar á þennan hátt og þá oft sér töluvert eldri körlum. Þessi „hefð“ er ekki bundin neinum trúarbrögðum þótt stundum sé leitað réttlætingar í þeim. Flest lönd í heiminum hafa samþykkt 18 ára lágmarksaldur fyrir hjónaband en flest þeirra hafa samt sem áður sérstök ákvæði um undanþágur frá lágmarksaldri, m.a. Ísland. Barnabrúðkaup eru skilgreind sem mannréttindabrot í öll- um alþjóðlegum samþykktum. Alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, UNICEF og Plan International, áætla að um 39.000 stúlkur undir 18 ára aldri giftist á hverjum degi. Ástæður barnabrúðkaupa eru margvíslegar og oft háðar öðrum erfiðum samfélagslegum aðstæðum. Meðal þeirra má telja: • Kynjamisrétti : Slæm félagsleg og menningarleg staða kvenna innan samfélagsins sem gerir það að verkum að réttindi þeirra eru virt að vettugi. • Fátækt : Vegna fátæktar á fjölskyldan erfitt með að sjá dætrum sínum farborða og lítur á það sem betri kost fyrir alla aðila að þær giftist snemma. Dætur geta síður fengið vinnu og fá lægri laun en synir. Þær eru því fjölskyldunni fjárhagsleg byrði. • Samfélagslegar hefðir og þrýstingur : Hefðir og venjur gera það að verkum að foreldrarnir trúa því að með því að gifta dæturnar áður en þær ná kynþroskaskeiði séu þeir að vernda þær gegn kynferðislegri áreitni og tryggja framtíð þeirra. Víða er talið að stúlkur sem missi meydóminn utan hjónabands kalli skömm yfir fjölskylduna og eigi ekki möguleika á að giftast eftir það. • Menntunarskortur : Ómenntaðar og einangraðar fjölskyldur og samfélög vita jafnvel ekki af því að með barnabrúðkaupum sé verið að brjóta lög. Annars staðar eru barnabrúðkaup svo algeng að yfirvöld sjá sér ekki fært að framfylgja lögum sem banna þau. • Átök og hamfarir : Vegna styrjalda eða annarra hörmunga grípa fjölskyldur til þess örþrifaráðs að gifta dæturnar til að koma þeim burt úr hörmulegum aðstæðum, til dæmis flóttamannabúðum, eða til að létta hluta af byrðinni af fjölskyldunni. Í ríkari löndum eru ástæður barnabrúðkaupa að einhverju leyti þær sömu en þó er oft minni aldursmunur á brúðhjónunum. Rannsókn á aukningu á hjónaböndum unglinga í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ástæður þar megi rekja til íhaldssamari viðhorfa unglinga og áherslu á skírlífi fyrir hjónaband í kynfræðslu margra bandarískra skóla. Þá má nefna aðrar ástæður svo sem fátækt og einangrun smærri eininga innan samfélagsins, t.d. meðal jaðarsettra hópa fólks af öðrum uppruna en ríkjandi hóps (m.a. frumbyggja og innflytjenda); hefðir innan sértrúarsöfnuða eða þunganir unglingsstúlkna utan hjónabands. Afleiðingar barnabrúðkaupa geta m.a. verið: • Heilsufarslegar : Ungar brúðir í fátækum löndum hafa takmarkað aðgengi að heilbrigðisþjónustu og heilsufarslegum upplýsingum. Þær eru hvorki líkamlega né andlega tilbúnar til að þola kynmök, þunganir og barnsburð. Meðal heilsufarslegra afleiðinga má telja innvortis blæðingar og örvefsmynd- un í legi og kynfærum; aukna hættu á HIV, alnæmi og kynsjúkdómasmiti; rifna eða sprungna þvag- blöðru vegna þungunar og barnsburðar og geðsjúkdóma svo sem þunglyndi og áfallastreituröskun. Í ríkari löndum hafa ungar stúlkur greiðari aðgang að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu og við barns- burð. Þær eiga því síður á hættu að þjást af sömu meðgöngukvillum og örðugleikum í fæðingu og kynsystur þeirra í fátækari löndum. • Fátækt og menntunarskortur : Börn í hjónabandi geta síður sótt sér menntun vegna þeirra starfa og skyldna sem fylgja því að axla ábyrgð á heimili og börnum. Þau eiga því á hættu að festast í vítahring fátæktar og menntunarskorts.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=