Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 16 drengja. Um þetta er fjallað í fyrirlestrum og stiklum heimildamynda sem finna má í möppunni Jafnrétti by Kolbrun Bjornsdottir á YouTube. Sjá Colin Stokes: How movies teach manhood (nr. 2), Tony Porter: A call to men (nr. 26), Jackson Katz: Violence against women – it’s a men’s issue (nr. 27), Jackson Katz m.a.: Tough Guise: Violence, Media and the Crisis in Masculinity (nr. 34), Jennifer Siebel Newsom: The Mask You Live In (nr. 65). Í TED-fyrirlestri sínum segir Colin Stokes að það sem drengir skynja gegnum bíómyndir, bækur, tölvur og fleiri miðla, sé að sannir karlmenn séu í stöðugri baráttu við ill öfl. Þeir sigrist að lokum á þeim og sæki sér svo verðlaun. Verðlaunin eru kona, sem talar ekki (hefur ekki rödd) og á enga vini. Hann spyr hvort einhver tenging gæti verið milli þessa uppeldis og aukins kynferðisofbeldis. Stokes talar líka um að okkur þyki öllum sjálfsagt að stelpur geti samsamað sig karlhetjum en um leið er algjörlega fjar- stæðukennt að strákar geti samsamað sig kvenhetju! Hann álítur að uppalendur verði einfaldlega að kenna drengjum að líta upp til kvenna og samsama sig kvenhetjum í miðlum. Hugmyndir að verkefnum • Skemmtilegt gæti verið að gera rannsókn á kynjahlutföllum í efni sem nemendur hafa aðgang að, s.s. barnaefni einn morgun um helgi. Hver og einn skráir hjá sér ákveðnar upplýsingar: Dagsetning, tími (frá klukkan hvað, til klukkan hvað), hversu margir þættir, fjöldi karlkyns persóna og fjöldi kven- kyns persóna. Þá mætti hugsa sér að hluti hópsins gerði athugun á því hvernig aðalhlutverk skiptust milli kynja. Annar hluti hópsins gæti skráð hjá sér upplýsingar um staðalímyndir eða birtingarmyndir kynja í barnaefni. Niðurstöðurnar mætti teikna upp í kökuriti eða súluriti. • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube eru nokkur myndbönd sem gaman gæti verið að sýna nemendum: Tónlistarmyndbandið Stupid Girl með Pink – nr. 46, frá Geenu Davis See Jane – nr. 40, Dove Evolution – nr. 12, Amy – nr. 11 og Beauty Pressure – nr. 10. • Veljið nokkrar barna- og fjölskyldumyndir og gerið Bechdel-prófið á þeim. Ræðið niðurstöðurnar. • Gera mætti klippimyndverk með staðalímyndum og skrifa orð með sem lýsa stöðluðum einkennum persónanna. • Ítarefni fyrir kennarann: Fyrirlestur Colin Stokes er númer 2 í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjorns- dottir á YouTube. Þá eru fyrirlestrar Anitu Sarkeesian, númer 4–9, áhugaverð lýsing á því hvernig kvenkyns persónur eru nýttar í tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpi. Fyrirlestrar Jean Kilbourne Killing Us Softly eru mjög áhugaverðir og eru númer 33 og 34. Heimildir Clay, W. A. (júní 2012). Redefining masculinity . Sótt 15. ágúst 2013 frá American Psychological Associ- ation (Vol. 43, No. 6, bls. 52 á prenti): http://www.apa.org/monitor/2012/06/masculinity.aspx Davis, G. (2013). Geena Davis Institute on Gender in Media . Sótt 2. mars 2013 frá: http://www.seejane . org/index.php Gerbner, G., Gross, L., Morgan, M., Signorelli, N. (1986). Chapter 2: Living with Television: The Dyna- mics of the Cultivation Process. Í J. B. Zillmann (ritstjóri), Perspectives on Media Effects (bls. 17–40). Hillsdale: Lawrence Erlbaum Associates. Guðrún Pétursdóttir. (11. janúar 2008). Fordómar og fjölmiðlar . InterCultural Ísland. [Glærur]. Hermes, J. (2000). Media Representations of Social Structure: Gender . Sótt 6. ágúst 2013 frá SAGE Publications: http://www.sagepub.com/mcquail6/Online%20readings/4b%20Hermes%20-Devereux- Ch-08.pdf

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=