Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 15 Miðlar og áhrif þeirra – Geena Davis / Staðalímyndir í afþreyingarefni Niðurstöður rannsókna sem m.a. eru birtar á heimasíðu samtaka Geenu Davis sýna að breytinga er þörf í afþreyingariðnaðinum. Áhorfendur, sérstaklega barnungir áhorfendur, verða fyrir áhrifum af þeim skilaboðum sem þeir fá úr miðlum. Birtingarmynd kvenkyns persóna í sjónvarpi og kvikmyndum gefur mjög skakka mynd af hæfni og áhugasviði, réttindum og tækifærum kvenna í raunheimi. Sá hópur áhorfenda sem notar þessa miðla hvað mest og verður þar af leiðandi fyrir mestum áhrifum þeirra, sýnir marktækt meiri kyngervisfordóma (sexism) en þeir sem nota miðlana minna. Það er ekki ólíklegt að fólk, og þá sérstaklega þau börn sem alast upp við þessa miðla, fari að draga þá ályktun að sögur kvenkyns persóna séu minna virði en sögur karlkyns persóna. Sjónvarpið hefur frá upphafi fyrst og fremst verið miðill hins hvíta, miðaldra, gagnkynhneigða, miðstétt- ar karlmanns og endurspeglar heimsmynd þar sem hann er allsráðandi. Börn og aldraðir sjást sjaldan á skjánum, fólk af öðrum litarhætti, kynhneigð, trú eða stétt er í áberandi miklum minnihluta og eru þessir hópar yfirleitt hafðir í aukahlutverkum. Birtingarmynd kvenpersóna í nýmiðlum gefur tilefni til að ætla að konur séu aðeins um 30% mann- kyns; væru flestar á aldrinum 21–39 ára; og hefðu takmarkaðan smekk, rétt, áhugasvið, getu og tæki- færi í lífinu. Þær eru líka gjarnan „ofur-kynþokkavæddar“ (hypersexualized) en með því er átt við að þær eru látnar uppfylla staðlaða fegurðarímynd og leggja áherslu á kynþokka með klæðaburði (eða klæðaleysi). Kvenpersónur eru líka yfirleitt skilgreindar út frá sambandi sínu við karlpersónurnar en ekki út frá t.d. atvinnu sinni eða hæfileikum eins og á yfirleitt við um karlpersónur. Kvenpersónum er þannig oft troðið í tvívíð, stöðluð kyngervishlutverk sem greina má í þrjá flokka: Meyjan, óspjölluð og saklaus; móðirin eða maddonnan og svo hóran, lauslát og syndug . Þessi kyngervishlutverk eru vel þekkt úr menningarsögunni. Þetta á við um allar tegundir (e. genre) efnis í miðlunum. Barnaefni er engin undantekning þar á. Það er líka áhyggjuefni hversu oft kvenpersónur eru aðeins nýttar sem hlutgerðar stiklur í framvindu söguþráðar karlpersóna. Þær birtast þá sem innantómar staðalímyndir eða auðþekkjanlegt bragð til að mynda spennu í söguþræði og jafnvel aðeins til þess að vekja samúð með karlpersónunni. Kannanir sem sýna marktæka aukningu kyngervisfordóma (sexism) stórnotenda nýmiðla ættu því ekki að koma neinum á óvart, né heldur það að skortur á og smættun kvenfyrirmynda geti leitt til þess að áhorfendur dragi þá ályktun að sögur kvenna séu minna virði en sögur karla. Ofbeldi í sjónvarpsmiðlum er sérstaklega á skjön við raunverulegar, tölfræðilegar upplýsingar þar sem tíðni þess í miðlunum er miklu meiri en í raunheiminum. Í því efni þar sem ofbeldi er beitt eru allir hóp- ar, aðrir en hvítir miðaldra karlmenn, líklegri til að vera í hlutverki þolenda. Ráðandi hópurinn er hins vegar líklegri til að vera sýndur í hlutverki þess sem beitir ofbeldinu. Ofbeldi er yfirleitt sýnt án nokkurra eftirmála, þ.e. án þess að afleiðingum þess sé fylgt eftir með tilheyrandi tilfinningalegri úrvinnslu og gegnir því líklega helst því hlutverki að sýna með táknrænum hætti fram á valdamynstur samfélagsins. Samkvæmt valdamynstrinu sem sjónvarps- og kvikmyndamiðlar hygla er hvíti, gagnkynhneigði karl- maðurinn í ráðandi stöðu gagnvart öllum öðrum samfélagshópum. Sú karlmennskuímynd sem varpað er fram í miðlum er ekki síður áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess að hún verður sífellt öfgafyllri. Við mótun þessarar ímyndar virðist skipta miklu máli að hafna öllu því sem samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu myndi vera kallað kvenlegt. „Sannir karlmenn“ eiga því að bæla tilfinningar sínar, mega ekki sýna samúð eða samhyggð, þurfa að vera virkir og ákveðnir, jafn- vel svolítið árásarhneigðir. Niðurstöður nýlegra rannsókna virðast benda til þess að aukið þunglyndi, einangrun, kvenfyrirlitning og ofbeldishneigð séu afleiðingar þessa „karlmennsku“-uppeldis. Margir þeirra sem hafa rannsakað áhrif og afleiðingar þessarar staðalímyndar karlmennsku í nútímanum telja jafnvel að hún geti verið rót þess vanda sem t.d. menntakerfið stendur frammi fyrir varðandi menntun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=