Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 13 Staðalímyndir Staðalímyndir kynjanna sýna hvaða hlutverk þykir hæfa hvoru kyni. Þær eru nátengdar hugmyndunum um eðli en eru í raun félagsmótandi. Staðalímyndir gegna þar af leiðandi oft því hlutverki að viðhalda vítahring eðlishyggjuhugmynda sem erfitt reynist að rjúfa. Staðalímyndir geta verið mjög skaðlegar – bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þær viðhalda ríkjandi ástandi, ýta undir útskúfanir, hræðslu og tortryggni gagnvart einstaklingum og jaðarhópum sem ekki uppfylla skilyrði staðalímyndarinnar og eins staðalímynduðum óvinum normsins. Normið á evrópsku menningarsvæði er vel stæður, miðaldra, hvítur karlmaður og svo konan hans. Staðalímyndir hefta okkur – loka okkur inni í kassa sem passar okkur misvel og stundum alls ekki. Þær verða líka til þess að við reynum að aðlaga okkur kassanum okkar og leitum síður út fyrir hann. Nemendahópur í grunnskóla er ákaflega fjölbreyttur og við verðum að gæta þess að engum detti í hug að troða þeim í staðlaða kassa – ekki einu sinni þeim sjálfum. Hugmyndir að verkefnum • Gerið í sameiningu tvo lista á töfluna eða á stórt blað. Annan listann merkið þið „konur“ og hinn „karlar“. Biðjið nemendur um að telja upp þau lýsingarorð sem oft eru notuð til að lýsa „eðliseigin- leikum“ karla annars vegar og kvenna hins vegar. Skráið orðin á listana. Athugið hvort einhver orð eru á báðum listum og eins hvort einhver orðanna eru andstæðupör. • Í kjölfarið mætti athuga hvort þekktar sögupersónur falla að staðalímyndinni um eðli kvenna eða karla. Sögupersónurnar geta t.d. verið úr bókum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttaröðum eða teikni- myndum. Þá mætti reyna sérstaklega að finna sögupersónu sem fellur ekki að staðalímyndinni. • Einnig mætti hugsa sér þetta sem hópverkefni. Nemendum væri þá skipt í fimm manna hópa og hver hópur beðinn að teikna á stórt blað karl og konu sem hefðu vissa „eðliseiginleika“. Hóparnir skrifi einnig lýsingarorðin inn á myndina yfir þá eiginleika sem þeim dettur í hug. Hópar kynna niðurstöður. • Ræðið muninn á líffræðilegum kynjamun og kyngervi. Dæmi um líffræðilegan kynjamun eru: Konur fá blæðingar en karlar ekki; Karlar eru með eistu en konur ekki; Brjóst kvenna geta framleitt mjólk en það geta brjóst karla yfirleitt ekki (örfá undantekningartilfelli þekkjast). Dæmi um kyngervismun eru: Konur geta lesið í tilfinningar en karlar ekki (kynjunum eignaðir eðliseiginleikar sem eru sann- anlega ekki til staðar); Karlar eru góðir í stærðfræði en konur ekki (kynjunum eignaðir eðliseiginleik- ar); Konur fá lægri laun en karlar (samfélagslegur munur). • Hvaða staðalímyndir þekkjum við um kynin og eiginleika þeirra? Staðalímyndaleit gæti farið fram í samræðum, með gerð lista, með myndaleit í blöðum og bókum, gegnum viðtöl við aðra nemendur eða starfsfólk skólans. Niðurstöður rannsóknar mætti birta með skapandi hætti t.d. gegnum mynd- verk, stuttmynd, leikrit, dans eða hljóðverk. • Greinarnar af Vísindavefnum (sjá heimildir) gætu hentað vel sem ítarefni. • Við val á bókum, bæði til að lesa fyrir nemendur og eins fyrir þá sjálfa að lesa, mætti finna bækur sem hræra aðeins í viðteknum staðalímyndum. Margar bækur íslenskra höfunda snúa þessum hug- myndum á hvolf. Af áhugaverðum erlendum bókum sem einnig hafa verið kvikmyndaðar má nefna Coraline eftir Neil Gaiman og A Series of Unfortunate Events eftir Lemony Snicket. Coraline er til á íslensku og fyrstu fjórar bækurnar úr bókaflokknum eftir Lemony Snicket hafa verið þýddar. Ef til vill mætti stilla bókum af þessum toga upp á skólabókasafninu í samvinnu við bókasafnsfræðing. Stikl- ur myndanna má finna í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube og eru númer 15 og 16.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=