Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 12 Aðeins um bleika og bláa kassa – Sagan um bleikt og blátt / Tvískiptur heimur / Karlmann- legir háir hælar / Barnaföt á fyrri öldum Hugmyndir að verkefnum • Skoðið ljósmyndaröð Jeong Mee Yoon The Pink and Blue Projects . Myndirnar má finna á síðu lista- konunnar: http://www.jeongmeeyoon.com/aw_pinkblue.htm • Skoðið leikfangabæklinga og auglýsingar og kannið hvort ykkur þykir kynjaskiptingin augljós. Í kjöl- farið væri hægt að búa til klippimyndaverk í anda ljósmynda Jeong Mee Yoon úr myndunum í bæklingunum. • Í möppunni Jafnrétti Kolbrun Bjornsdottir á YouTube eru þrjú myndbönd um fatnað og snyrtivörur (nr. 67, 68 og 69). Myndband nr. 67 er tilvalið til að sýna nemendum þar sem það er stutt og reynir ekki mikið á enskukunnáttu þeirra. Myndband nr. 68 er skólaverkefni og því ágætis fyrirmynd að svipuðu verkefni ef tími leyfir. Myndband nr. 69 er skemmtilegur fyrirlestur sem hentar best sem ítarefni fyrir kennarann. • Biðja mætti foreldra að skoða afmælisgjafir milli barnanna í bekknum með kynjagleraugum. Er samkomulag um ákveðna upphæð sem keypt er fyrir? Er munur á gjöfum til stelpna og stráka? Er einhver lausn á mismunun ef hún er til staðar? Heimildir Baumgarten, L. (1988). Fashions of Motherhood . Sótt 17. september 2013 frá Colonial Williamsburg: http://www.history.org/history/clothing/women/motherhood.cfm Kremer, W. (25. janúar 2013). Why Did Men Stop Wearing High Heels? Sótt 8. september 2013 frá BBC World Service: http://www.bbc.co.uk/news/magazine-21151350 Magiaty, J. (8. apríl 2011). When Did Girls Start Wearing Pink? Sótt 17. september 2013 frá Smithsonian.com: http://www.smithsonianmag.com/arts-culture/When-Did-Girls-Start-Wearing- Pink.html?c=y&story=fullstory

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=