Ég, þú og við öll - Kennsluleiðbeiningar

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar – © 8946 Námsgagnastofnun 2014 10 samofin eðlishyggjunni. Samkvæmt eðlis- og tvíhyggju táknar það að karlmaður eigi í eðli sínu að vera eitt, að kona sé þá óumflýjanlega andstæða þess í eðli sínu. Forn-Grikkir notuðu eðlishyggjuhugmyndir til að réttlæta samfélagsgerð sína, þar sem fámenn valdastétt undirokaði aðra samfélagshópa, og upp- hefja eigin þjóð á kostnað annarra. Þetta er okkar evrópski, menningarlegi arfur og hefur sett mark sitt á samfélagið sem við búum í. Eðlishyggjan hefur verið notuð á sama hátt frá tíð Forn-Grikkja og má sjá hana skína gegnum nýlendustefnu, þrælahald og tilraunir til útrýmingar heilla þjóða. Þessi arfleifð litar hegðun okkar hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki. Við höfum tilhneigingu til að máta okkur og aðra við þessar gömlu hugmyndir um eðli kynjanna og alhæfa út frá því, t.d. um hegðun, getu og áhugasvið. Sem kennarar þurfum við að varast alhæfingar um eðli og hlutverk kynj- anna, gæta að kynjuðu orðavali og velta vel fyrir okkur hvernig mismunandi væntingar til hvors kyns hafa áhrif á skólastarfið. „Hvort er þetta strákur eða stelpa?“ spurði ég ungu móðurina. Hún leit á mig, örlítið hneyksluð, og svaraði: „Sérðu ekki að hann er með bláa snuddu?“ Eitt það fyrsta sem spurt er um þegar barn fæðist er kyn þess. Kynið er það fyrsta sem notað er til að einkenna okkur, aðgreina okkur frá öðrum ungbörnum. Nafnið og fötin eru svo valin í samræmi við kynið. Eðlis- og tvíhyggja í skólastofunni Skáldsagnapersónur J. K. Rowling, þau Harry og Hermione, eru afskaplega skemmtilegar sögupersón- ur og eflaust eru margir sem vilja taka sér þau til fyrirmyndar á margan hátt. Þau eru samt bæði afsprengi eðlis- og tvíhyggjuhugmynda um kynin og eiginleika þeirra. Þetta á sérstaklega við um kvik- myndirnar um þau vinina. Harry fæddist með náðargáfu. Hann þarf lítið að hafa fyrir því að læra að galdra – hann bara kann það og oftast miklu betur en allir hinir nemendurnir. Harry á dálítið erfitt með að sýna tilfinningar sínar þó að honum þyki óstjórnlega vænt um vini sína. Af árangri hans í Quidditch má sjá hversu mikla rýmisgreind hann hefur. Hann sækir líka í samkeppni (eða samkeppnin leitar hann uppi) og stendur oftast uppi sem sigurvegarinn (ef Voldemort nær ekki að skemma fyrir honum), enda er hann afskaplega harður af sér. Harry þarf sjaldan að læra – hann er samt bestur. Hann er nefnilega snillingur. Hermione er rosalega dugleg. Hún er ekki fædd inn í samfélag galdramanna en er bara nokkuð fær með sprotann. Hún er samt ekki neinn snillingur á sama hátt og Harry því hún þarf að hafa fyrir hlutun- um, lærir samviskusamlega heima og er með allt að 200% mætingu í tíma. Þó hún sé vinsæl persóna er hún alltaf í öðru sæti á eftir Harry. Hún er honum svo holl og góð vinkona að hún er tilbúin að fórna öllu fyrir hann. Henni er líka í blóð borið að annast hann og getur lesið í tilfinningar hans. Eins og áður sagði geta hugmyndir um eðli kynjanna litað viðhorf okkar og væntingar til nemenda. Eins og sjá má á lýsingum á sögupersónunum Harry Potter og Hermione Granger eru eiginleikar hvors þeirra samhljóma listunum yfir „eðliseiginleika“ karla og kvenna. Samskonar sjálfsmynd og viðhorf má lesa úr gögnum um íslensk skólabörn. Við sjálfsmat á námi virðast drengir hafa tilhneigingu til að ofmeta árangur sinn á meðan stúlkur van- meta hann. Af þessu mætti draga þá ályktun að almennt viðhorf til kynjanna í skólastarfi séu þau að nám (vitneskja/menning) sé karlkyninu eðlislæg en að kvenkynið þurfi að leggja sig fram við námið. Dugnaður þykir hins vegar vera eðlislægur kvenkyninu. Rannsóknir sýna þó fram á að viðhorf og reynd fara ekki saman því þótt sjálfstraust stúlkna sé að meðaltali minna á Íslandi er námsárangur þeirra betri en drengja. Sjálfstraust drengja er að meðaltali meira en námsárangur þeirra er síðri en stúlknanna. Að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=