Ég sé með teikningu

132 MENNTAMÁLASTOFNUN | 7336 VERKEFNIÐ Dútl • Nemendur halda laust og aftarlega á teikniáhaldi og draga óslitna línu yfir teikniflöt- inn óhikað, næstum ósjálfrátt, óreglulega, í sveigjur og króka og enda á sama stað og þeir byrjuðu. Nostur • Nemendur dunda við að bæta við dútlið, þeir skreyta línurnar og hólfin sem myndast með punktum, línum eða hverskonar óhlutbundnum formum, reglulega og síendur- tekið. Þeir geta einnig notað hlutbundin form ef þeir vilja. • Þeir nostra þannig við dútlið í rólegheitum, í langan tíma. • Nemendur skoða teikningarnar og ræða saman. • Nemendur geta bætt við dútlið og nostrið smám saman og unnið í sömu teikningu af og til í nokkra daga, vikur, mánuði eða jafnvel ár og notað þau efni og áhöld sem tiltæk eru á hverjum tíma. Það getur nefnilega verið auðveldara að fá eina hugmynd á dag í hundrað daga en hundrað hugmyndir á einum degi. Mynd 5.1.1 Dútlað og nostrað með blýanti. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað hafið þið lært af þessu verkefni og hvernig getið þið nýtt ykkur það? • Var auðvelt/erfitt að teikna á þennan hátt? Útskýrið. Hafið þið unnið á þennan hátt áður? Við hvaða aðstæður? Hvenær og hvar er hægt að dútla og nostra? • Uppgötvuðuð þið eitthvað nýtt? Hvað? • Hvað einkennir teikningarnar? Er hægt að halda lengur áfram með þær? • Getur teikning orðið áhugaverð án þess að það sé markmiðið fyrir fram? Hvers vegna? • Var auðvelt/erfitt að fá hugmyndir að nostri?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=