Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 133 MYNDHVORF STUTT LÝSING Nemendur nota ímyndunaraflið og nota óhlutbundinn bakgrunn sem kveikju að hlutbundinni teikningu. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ ALDURSSTIG: Öll • auka leikni nemenda í að byggja eigin list- sköpun á hugmyndavinnu tengdri eigin ímyndun • auka eftirtekt nemenda eftir efniviði fyrir hugmyndir að teikningum í hversdagslegu umhverfi • auka leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virð- ingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • auka leikni nemenda í að nýta óhlut- bundnar myndir sem kveikju að frum- legri, hlutbundinni teikningu • auka leikni nemenda í að teikna út frá kveikju, gera tilraunir og sjá fyrir sér frumlegar lausnir • auka þekkingu og skilning nemenda á hugtökum sem tengjast aðferðum verk- efnisins og leikni í að nota þau í sam- ræðum Eru til fleiri en ein leið til að horfa? Oftast horfum við í kringum okkur án þess að spá mikið í það sem við sjáum. Við horfum kannski eingöngu til þess að staðfesta það sem við búumst við að sjá. Eins og þegar við horfum á tröppurnar fyrir framan okkur til þess að vita hvar við eigum að stíga, á matardisk til þess vita hvar við eigum að stinga gafflinum eða á bílaumferð til þess að passa okkur á bílunum. Segja má að þá séum við að gefa hlutum einskonar merkimiða, þetta er trappa, þetta er kartafla, bíll, tré o.s.frv. en erum ekki skoða þessa hluti náið. Nauðsynlegt er að horfa á þennan hátt dags daglega en við getum líka horft á fleiri vegu. Hægt er að horfa eingöngu til þess að hafa ánægju af, til dæmis þegar við sjáum kynjadýr í skýjunum, dansandi ljósdepla á trjástofnunum eða fjölbreyti- legar spegilmyndir í bílgluggum. Einnig getum við horft til þess að læra af, til þess að rannsaka hluti eins og í verkefni 1.4. Við getum líka horft í kringum okkur í þeim til- gangi að fá hugmyndir að teikningum. Leonardo da Vinci var magnaður listamaður og uppfinningamaður sem vissi að í hversdagslegu umhverfi gætu leynst kveikjur að frá- bærum hugmyndum og hann hvatti listamenn til að horfa vel í kringum sig, á blettótta húsveggi til dæmis. Ýmsar óhlutbundnar myndir í umhverfi okkar eins og kaffiblettir eða ský geta gefið okkur hugmyndir að frumlegum hlutbundnum teikningum. Sjá fleiri hugmyndir að kveikjum í námsefninu Kveikjur fyrir skapandi skóla , bls. 32 til 37. KVEIKJA VERK EFNI 5 2 ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=