Ég sé með teikningu

5. KAFLI | ÍMYNDUN 131 EFNI OG ÁHOLD • Pappír að vild í hvaða stærð sem er, s.s. umbúðapappír, afklippur, umslög, spássíur í glósubók, bréfdúkar, opnur í skissubók eða annað. • Teikniáhöld að vild. • leikni nemenda í að ræða saman um eigin verk og annarra af sanngirni og virðingu, í að hlusta, tjá skoðanir sínar, koma með styðjandi ábendingar og færa rök fyrir máli sínu • þekkingu og skilning nemenda á hug- tökum sem tengjast aðferðum verkefnis- ins og leikni í að nota þau í samræðum. Er hægt að teikna án þess að vera búinn að ákveða neitt um hvað maður ætlar að teikna? Ef við höfum of mótaðar hugmyndir um hvernig teikning eigi að líta út þegar hún er tilbúin getur verið að við komum í veg fyrir að eitthvað nýtt og óvænt gerist á meðan við erum að teikna. Ef við skipuleggjum ekki of vel hvað við ætlum að teikna eru meiri líkur á að hugmyndir eða ímyndir sem koma upp í huga okkar á meðan við erum að hreyfa teikniáhaldið flæði fram á teikniflötinn áður en þær hverfa úr huganum. Yfir- leitt er hvort sem er ekki hægt að vita fyrir fram hvernig teikning muni líta út full- kláruð. Hún getur litið allt öðruvísi út en við ætluðum í upphafi en hún getur samt verið frumleg og skemmtileg. Gagnlegt getur verið að sjá, að einhverju leyti, fyrir sér hvert maður stefnir með teikningu en það er líka mikilvægt að geta skipt um skoðun ef annað áhugaverðara kemur upp. Getur riss og krass verið gagnlegt? Við könnumst mörg við að grípa næsta blýant eða penna og pappír og dunda við að rissa, krassa eða krota næstum ósjálfrátt án þess að hugsa mikið um hvað við erum að gera eða hafa áhyggjur af hvernig það muni líta út. Við gerum það stundum þegar við erum að spjalla í síma eða ef okkur leiðist. Að teikna á þennan hátt, svona hugsunar- laust, eru kjöraðstæður fyrir ímyndunaraflið að starfa, það þarf nefnilega næði og frið fyrir meðvituðum hugsunum til þess að koma fram með frumlegar hugmyndir og ýta þeim upp á yfirborðið. Of mótaðar hugmyndir um hvernig teikning eigi að líta út geta verið truflandi fyrir ímyndunaraflið. Ef hún er ekki eins og fyrir fram ákveðnar hug- myndir okkar gerðu ráð fyrir, þá er henni stundum ýtt út af borðinu. Áhugaverðustu teikningar okkar verða oft til í ómeðvituðu krassi, sérstaklega ef við höldum áfram lengi. Í þessu verkefni er ákveðin aðferð notuð til að teikna á þennan hátt, sem við getum kallað „að dútla og nostra“. KVEIKJA LEITARORÐ Dale Berning drawings | David Dandrade drawings Madge Gill | Paul Klee drawings Jose Lerma drawings | Sean Sullivan drawings | Cy Twombly drawings | Unica Zurn ..

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=