Bókablikk - Refurinn

. 6 Mitt! Refapar sem vill eignast yrðlinga þarf að ráða yfir heimasvæði þar sem hægt er að ná í nóg af æti. Þetta svæði kallast óðal. Refirnir merkja óðalið á hverjum degi með pissi en gagga líka og ýlfra. Þannig frétta aðrir refir að þetta óðal er upptekið. Á óðalinu er eitt eða fleiri greni. Greni getur verið einföld hola eða margar holur tengdar saman. Hvernig vita refir að óðal sé upptekið? Hvað merkir æti? Yrðlingar gægjast út úr greni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=