Bókablikk - Refurinn

. 11 Af hverju ætli sé gott fyrir refinn að vera í felubúningi? Margir refir sem búa upp til fjalla eru hvítir en þeir sem búa við sjó eru yfirleitt brúnir. Brúnn feldur er hentugur við sjóinn þar sem snjó festir sjaldan. Hvíti vetrarfeldurinn er góður felubúningur í snjó. Hvítir refir skipta um lit á vorin og verða þá brúnir á bakinu. Þegar refir hvíla sig í snjó og kulda vefja þeir skottinu utan um sig. Þannig halda þeir hita á trýninu. Hvítur refur hringar skottið yfir leggi sína og trýni til að hlýja sér. Hvað éta refir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=