Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 65 10. Misnotkun Mynd bls. 226: Misnotkun Mynd bls. 227: Tíminn í dag 1. Spurningar úr síðasta tíma 2. Ólíkar tegundir misnotkunar 3. Hvert við getum leitað 4. Afleiðingar kynferðisofbeldis 5. Fyrir þolanda 6. Fyrir geranda Mynd bls. 228: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Getnaðarvarnir eru notaðar til að kona verði ekki ólétt. 2. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem er vörn gegn kynsjúkdómum. 3. Kynsjúkdómar geta valdið sviða og verkjum við þvaglát. 4. Það er hægt að kaupa allar tegundir getnaðarvarna úti í búð. 5. Kynsjúkdómar eru ólæknandi. 6. Það er í lagi að taka stundum sénsinn og sleppa getnaðarvörn. 7. Kynsjúkdómar geta smitast af klósettsetu. 8. Kynsjúkdómar eru einkennalausir. 9. Ef þú heldur að þú sért með kynsjúkdóm er mikilvægt að fara til læknis. 10. Til að fá kynsjúkdóm þarf annar aðilinn að vera smitaður. Mynd bls. 229: Ofbeldi og misnotkun Misnotkun snýst um vald yfir öðrum einstaklingi. Það eru mismunandi tegundir af misnotkun. Misnotkun getur verið líkamleg, kynferðisleg, tilfinningaleg og andleg eða blanda af öllu. Vanræksla getur líka verið ein birtingarmynd ofbeldis. Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir eða skaðar þig viljandi. Andlegt ofbeldi er þegar einhver særir tilfinningar þínar eða gerir lítið úr þér. Það getur valdið ósýnilegum sársauka. Kynferðislegt ofbeldi á sér stað þegar einhver snertir einkastaðina þína eða gerir eitthvað kynferðislegt við þig án samþykkis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=