Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 64 Mynd bls. 224: Kæri sáli Kæri sáli. Ég heiti María og er 19 ára. Ég er búin að vera í sambandi í hálft ár og við erum byrjuð að stunda kynlíf. Ég er á pillunni þannig við erum ekki að nota smokkinn en við notuðum hann fyrst þegar við vorum að kynnast. Mig klæjaði á kynfærasvæðinu um daginn og fór til læknis. Hann tók þvagprufu og það kom í ljós að ég er með klamydíu. Kærastinn minn er eini strákurinn sem ég hef sofið hjá, hvernig gat þetta gerst? Umræðupunktar • Getur hún hafa smitast annars staðar en við kynmök? • Getur verið að kærastinn hafi haldið fram hjá henni? Mynd bls. 225: Kæri sáli Kæri sáli. Ég er 16 ára stelpa og mig dreymir um að eignast barn, ég á samt ekki kærasta. Mér finnst börn sem ég sé svo krúttleg og barnaföt ótrúlega sæt. Mömmu finnst ég ekki vera tilbúin og lætur mig vera á getnaðarvörn. Mér finnst hún svo ósanngjörn, þetta er minn líkami og mitt líf. Hvað get ég gert? Umræðupunktar • Er hún tilbúin? ◌ Andlega og tilfinningalega – Við eigum eftir að taka út mikinn þroska þegar við erum 16 ára. Heilinn í okkur er að þroskast langt fram eftir tvítugsaldrinum, reynslan þroskar okkur líka sem við öðlumst jafnt og þétt með hverju ári sem líður og gerir okkur betur í stakk búin til axla meiri og meiri ábyrgð. Að eignast barn og ala það upp felur í sér mikla ábyrgð. ◌ Líkamlega – já, líklega, þar sem hún er 16 ára og að öllum líkindum byrjuð í kynþroska. ◌ Fjárhagslega – Nei. • Væri gott fyrir hana að bíða og taka ákvörðun þegar hún hefur t.d. flutt að heiman? • Getur hún veitt barninu það sem það þarf? ◌ Í hverju felst ábyrgðin í að eiga barn? • Ef hún eignast barn hver ætli endi á að hugsa um það? Mamma hennar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=