Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 60 9. Getnaðarvarnir og kynsjúkdómar Mynd bls. 201: Getnaðarvarnir og kynsjúkdómar Mynd bls. 202: Tíminn í dag 1. Spurningar úr síðasta tíma 2. Öruggt kynlíf 3. Kynsjúkdómar 4. Getnaðarvarnir Mynd bls. 203: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Samþykki skiptir ekki máli í kynlífi. 2. Stelpur geta orðið óléttar eftir að þær verða kynþroska við samfarir. 3. Það má stunda sjálfsfróun hvar sem er. 4. Stelpur geta orðið óléttar þó þær hafi ekki stundað samfarir. 5. Báðir aðilar þurfa að vera 15 ára til að stunda samfarir. 6. Það er í lagi að stunda kynlíf með þeim sem aðstoða okkur í daglegu lífi. 7. Forleikur er mikilvægur partur af kynlífi. 8. Það er í lagi að stunda kynlíf til að þóknast öðrum. 9. Ég ræð hverjir snerta mig og hvernig aðrir snerta mig. Mynd bls. 204: Öruggt kynlíf Áður en þú byrjar að stunda kynlíf er mikilvægt að vita hvað öruggt kynlíf felur í sér. Mynd bls. 205: Kynsjúkdómar Við samfarir getur stundum kynsjúkdómur dreifst á milli fólks. Kynsjúkdómur er sjúkdómur sem smitast milli einstaklinga við kynmök, þ.e. leggangamök, munnmök og endaþarmsmök og stafar af örverum, eins og bakteríum og veirum eða lúsum. Mynd bls. 206: Öruggt kynlíf Að stunda öruggt kynlíf getur komið í veg fyrir að þú fáir kynsjúkdóm.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=